Starf Ferðafélags Íslands liggur niðri að mestu nú meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir. Starf félagsins byggir á gönguferðum, skálarekstri og útgáfustarfi og í ferðum og skálum þar sem hópar fólks koma saman og hefur samgöngubannið gert það að verkum að ferðir og skálarekstur er stopp sem stendur.