Fréttir

Ferðafélag barnanna

Ferðafélag Íslands boðaði til stofnfundar Ferðafélags Barnanna mánudaginn 22.júní sl. Starfsemi Ferðafélags barnanna verður kynnt nánar á næstu misserum en boðið verður upp á ferðir og fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn og foreldra. Félagsgjald í Ferðafélagi barnanna er kr. 1000. Innifalið í félagsgjaldi er félagskírteini og þátttaka í ferðum og viðburðum og vegum félagsins. Hægt er að skrá sig í Ferðafélag barnanna með því að senda tölvupóst á fi@fi.is og gefa upp nafn og kt, og nafn forráðamanns.

Halló Bolungarvík - Reykjarfjörður

Halló Bolungarvík - Reykjafjörður, unglingar á ferð og flugi.  FÍ býður upp á unglingaferð í Bolgungarvík og Reykjarfjörð á Hornströndum eftir verslunarmannahelgi með Guðmundi Hallvarðssyni og Hallvarði Jóni.  

Aukaferð um Jarlhettuslóðir 3. águst

Nú hefur verið sett upp aukaferð um Jarlhettuslóðir með Ólafi Erni Haraldssyni. 8 sæti eru laus í ferðina en fyrri ferðin er fullbókuð.

Fullbókað á Laugaveginn

Fullbókað er í allar ferðir FÍ á Laugaveginn í sumar.  Einnig er fullbókað í óeiginlegum Laugavegi og kennaferð um Laugaveginn.  Þá er fullbókað í sérstaka barna og fjölskylduferð FÍ um Laugaveginn á vegum Ferðafélags barnanna með 18 börnum og 12 fullorðnum.

Stór hópur í Þjórsárver

Í morgunsárið lagði 30 manna hópur af stað í  FÍ ferð í Þjórsárver með tveimur fremstu vistfræðingum landsins og vísindamönnum þeim Gísla Má Gíslasyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur.  Þau hafa bæði stundað rannsóknir á lífríki Þjórsárvera í fjölmörg ár og eru án efa í hópi þeirra sem þekkja Þjórsárver best. Ferðin tekur sex daga og er farið yfir Þjórsá á bát, gengið á Arnarfell hið mikla og litla, farið að Múlajökli, hugað að gróðurfari og lífríkinu og gengið í Setrið.

sdfgsdfg

dfssdfgsdfg

Skálar Ferðafélags Íslands

Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu.

Austurdalur í Skagafirði

Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir áhugaverðurm ferðum í Austurdal í Skagafirði um miðjan júlí og í lok júlí.  Laust er ferðinar og er skráning hjá Gísla Rúnari Konráðssyni fararsstjóra.

Esjan alla daga 6. - 10. júlí.

Ferðafélagið býður upp á gönguferðir á Esjuna,  Esjan alla daga 6. - 10. júlí.   Fararstjóri er hinn síungu Þórður Marelsson.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  Á föstudeginum 10. júlí verður boðið upp á morgungöngu kl. 6.30.

Eiður Smári skálavörður í Þórsmörk

Eiður Smári er nú mættur til starfa sem skálavörður í Skagfjörðskála FÍ í Langadal í Þórsmörk.  Eiður Smári segir að það hafi verið afar gott að komast í frí eftir langa törn að undanförnu í skólanum en Eiður Smári er 15 ára og nýbúinn með  gagnfræðapróf.  Eiður er bróður Elvu skálavarðar í Langadal og verður til aðstoðar í Kaupfélaginu í Þórsmörk. Hvort að Eiður Smári knattspyrnuhetja frá Barcelona mætir í Þórsmörk i sumar er óvíst en nafni hans tæki þá örygglega vel á móti honum.