Ferðafélag barnanna
14.07.2009
Ferðafélag Íslands boðaði til stofnfundar Ferðafélags Barnanna mánudaginn 22.júní sl. Starfsemi Ferðafélags barnanna verður kynnt nánar á næstu misserum en boðið verður upp á ferðir og fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn og foreldra. Félagsgjald í Ferðafélagi barnanna er kr. 1000. Innifalið í félagsgjaldi er félagskírteini og þátttaka í ferðum og viðburðum og vegum félagsins. Hægt er að skrá sig í Ferðafélag barnanna með því að senda tölvupóst á fi@fi.is og gefa upp nafn og kt, og nafn forráðamanns.