Fréttir

Barnavagnavika FÍ 11.- 15 maí - dagskrá

Barnavagnavika FÍ stendur yfir 11.- 15. maí.  Þá verður boðið upp á léttar og þægilegar gönguferðir eftir góðum göngustígum fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur.  Gönguferðirnar hefjast allar klukkan 16.00 og sjá má dagskrá vikunnar hér að neðan.

Vaðnámskeið í Merkuránum 23. - 24. maí

Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Merkurvötnin með gistingu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn. Námskeiðið hentar öllum þeim sem á ferð sinni koma að vatnsfalli og þurfa að komast yfir - hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi.  Umsjónarmaður námskeiðsins er GÍsli Ólafur Pétursson. Verklegar æfingar á Þórsmerkurleið helgina 23. - 24. maí.

Logn og blíða hljómaði á Úlfarsfellinu í morgungöngu dagsins

Nýtt met var slegið á Úlfarsfelli í fimmtu og síðustu morgungöngu Ferðafélags Íslands á þessu ári. Alls reyndust 115 göngugarpar vera mættir í stífum norðanvindi en björtu og köldu veðri.

Vefbirting landfræðilegra gagna

LÍSA, samtökin halda námskeið þriðjudaginn 19.maí 2009 um undirbúning landfræðilegra gagna fyrir birtingu á vef. Námskeiðið verður haldið í Háskóla Íslands  kl. 13:15 - 17:15. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar, og eru að hanna vefkort og  vefsjár.

Metþátttaka í morgungöngu á Helgafell

Met var slegið í morgungöngu Ferðafélagsins á Helgafelli í Mosfellssveit dag. 106 manns voru mættir og var stuðst við talningu löggilts endurskoðanda í hópnum. Strekkingsvindur var af norðri en göngugarpar FÍ létu það ekki á sig fá...Myndir úr morgungöngunum eru nú á myndabanka FÍ

Rúmlega 70 í örgöngu í Grafarholti

Rúmlega 70 manns tóku þátt í örgöngu FÍ í Grafarholtinu í kvöld. Gengið var í einmuna blíðu frá hitaveitugeymunum í Grafarholti, niður meðfram golfvelli GR, yfir holtið að Rauðavatni og meðfram golfvellinum tilbaka, allt eftir ljómandi góðum göngustígum...

Boðið uppá morgunverð á Úlfarsfelli í fyrramálið

Ferðafélagið býður öllum morgunglöðum göngugörpum í morgunverð á ,,tindi" Úlfarsfells í fyrramálið í morgungöngu FÍ.  Frábær þátttaka hefur verið í morgungöngunum alla þessa viku þrátt fyrir hressilegt veður á köflum.  Að venju bjóða fararstjórarnir Páll Ásgeir og Rósa upp á eitthvað spennandi þegar upp verður komið, fyrir utan alla ánægjuna og vellíðunina sem fylgir fjallgöngu í morgunsárið....,

Myndlist í náttúru / náttúra í myndlist

Á sýningunni MINJAR, náttúra í myndlist og myndlist í náttúru, gefur að líta verk sem flest eru unnin sérstaklega fyrir húsakynni Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tengsl náttúru og myndlistar eru hér í brennipunkti í breiðum skilningi,

Áhugvert nám tengt útivist og ferðamennsku

Kæri ferðafélagi,Ég vil vekja athygli ykkar á spennandi samnorrænu útivistarnám sem heitir Nordisk Friluftsliv. Nú er tekið á móti umsóknum í námið og er umsóknarfrestur til 15. maí.

Barnavagnavika FÍ 11. - 15 maí