Esjan 107 - Ferðafélagið stendur fyrir sérstakri gönguferð á Esjuna 2. apríl sem fengið hefur nafnið Esjan 107. Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði. Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna.
Markmiðið er að ná 107 manns í þessa gönguferð og eru gríðarlega spennandi verðlaun ef þessu fjöldamarkmiði er náð sem ganga á fjallið. Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson.
Esjan 107 - Ferðafélagið stendur fyrir sérstakri gönguferð á Esjuna 2. apríl sem fengið hefur nafnið Esjan 107. Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði. Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna.
Brottför kl.8 frá Mörkinni 6 og ekið vestur að Hofi í Staðarsveit þar sem gist verður í svefnpopkaplássi, 8 saman í íbúð, 2 saman í hverju rými. Farið verður í styttri og lengri gönguferðir um hið magnaða svæði Undir Jökli og ennfremur stefnt að göngu á Snæfellsjökul.
Fjallaskíðanámskeið26.mars bóklegt, 28-29.mars verklegt.
Grunnnámskeið í fjallaskíðamennsku
Tilgangur þessa námskeiðs er að kynna fyrir þátttakendum þá ótrúlegu möguleika til útivistar og ferðalaga að vetri til sem opnast með fjallaskíða og Telemark útbúnaði og kunnáttu. Námskeiðið er eitt kvöld þar sem að farið er yfir búnað og aðferðafræði ásamt því að undirbúa þátttakendur fyrir verklega þáttinn sem fer fram á tveimur dögum. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að búa yfir grunnþekkingu á fjallaskíðamennsku og geta tekið þátt í almennum fjallaskíðaferðum með sér vanara fólki.
Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina. Nú hefur verið sett upp aukaferð 6. júní og er fyrirkomulag, undirbúningur og skipulag allt hið sama. Undirbúningsfundur fyrir ferðina er 27. maí. Bent er á undirbúning og æfingagöngur fyrir ferðina undir lýsingu á ferðinni hér á heimasíðunni.
Til stendur að stofna ferðafélagsdeild fyrir Langanes, Bakkaflóa og Þistilfjörð. Stofn- og kynningarfundur deildarinnar verður haldinn í Hafliðabúð á Þórshöfn, þriðjudagskvöldið 24. mars kl. 20:00-21:00. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verða gestir á fundinum og kynna starfsemi félagsins.
Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum heldur fyrirlestur laugardaginn 21. mars í stofu 130 í Öskju, húsi Háskóla Íslands, kl. 13.15.
Fjallabók FÍ er verkefni sem nú er að hefjast hjá Ferðafélaginu. Í verkefninu eru allir hvattir til að ganga á fjöll og skrá í sérstaka Fjallabók FÍ. Þegar þú hefur gengið á 10 fjöll og fyllt út í bókina og með undirskrift ferðafélaga þá fá þátttakendur viðurkenningu frá Cintamani í árslok. Öll fjöll eru gild í verkefnið en aðeins má skrá hvert fjall einu sínni