Fréttir

Fullbókað á Hvannadalshnúk - aukaferð 6. júní

Fullbókað er nú í hina sívinsælu ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt vöskum hópi línustjóra, þe aðstoðarfararstjóra. Þegar eru um 100 manns skráðir í ferðina og fjöldi á biðlista. Nú hefur verið upp aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní.  Hámarskfjöldi í þá ferð eru 80 manns.

Aðalfundur FÍ 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn

Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann

Verklegi hluti vaðnámskeiðs um næstu helgi

Verklegi hluti vaðnámskeiðs sem vera átti átti 7. -8. mars en var frestað vegna aðstæðna verður haldið um næstu helgi, 21. - 22. mars.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Ferðafélag Árnesinga stofnað á Selfossi í gær

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi í gær.  Stjórn félagsins var kjörin á fundinum og var Jón B. Bergsson kjörinn formaður.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri voru gestir á fundinum og greindu frá starfsemi Ferðafélags Íslands

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar  verður haldinn fimmtudagskvöldið  12. mars n.k. í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á Selfossi, kl: 20:00.  Forseti FÍ og framkvæmdastjóri mæta og kynna starfsemi félagsins.   Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

Esjan alla daga - fimmta gangan í dag

Í kvöld fimmtudag kl. 18.00 verður fimmta gangan á Esjuna, ,,Esjan alla daga 8. - 12. mars" og því tilfalið fyrir alla að skella sér á Esjunni eftir vinnu og klappa fyrir þeim sem eru búnir að ganga á Esjuna fimm daga í röð. Einnig verður gengið á Esjuna á morgun föstudag, en sett var upp aukaferð vegna fjölda fyrirspurna þannig að fleirri gætu náð fimm göngudögum í röð á Esjuna.  Þeir þátttakendur sem tekið hafa þátt í öllum fimm gönguferðunum fá í dag glæsileg verðlaun frá Ferðafélagi Íslands.  Sjá myndir

Ungmennastarf FÍ - Fjallaskóli FÍ og ,,allir út." Skúli Björnsson ráðinn verkefnisstjóri.

Skúli Björnsson hjá Sportís/Cintamani hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.  Skúli mun hafa umsjón með ungmennaverkefni FÍ sem fengið hefur vinnuheitið ,,allir út“. 

Fréttapóstur FÍ 11. mars.

Fréttapóstur frá FÍ 11. mars.  Fréttapóstur er sendur út á póstlista 1 - 2svar i viku.  Hægt er að skrá sig á póstlistann hér á heimasíðunni og fá þá reglulega fréttir af starfi FÍ, ferðum, félagslífi og fl.