Fjallkakvöld FÍ
05.01.2009
Fjallakvöld FÍ hefjast í lok janúar. Fjallakvöldin verða haldin í sal FÍ einu sinni í mánuði og þar gefst útivistarunnendum og ferðafólki kostur á að hittast, spá og spjalla, bæði í ferðir, búnað, leiðir og margt fleira. Á hvert fjallakvöld munu nokkrir valinkunnir reynsluboltar mæta og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Boðið verður upp á kaffi og fjallakakó. Dagskrá Fjallakvölda Fí verða auglýst nánar á næstunni.