Næsta myndakvöld FÍ verður haldið miðvikudaginn 15. október. Þá sýnir Kristján Eldjárn Hjartarson myndir úr Svarfaðardal og frá Tröllaskaganum, sem og Guðmundur Hallvarðsson, Arnór Víkingsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir ásamt fleiri hornstrandaförum sýna myndir úr ferðum FÍ á Hornstrandir. Myndakvöldið hefst kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti, allir velkomnir.