Fréttir

Göngugleði - skýrsla

Haldið var upp í fyrrum skíðasvæði við Hamragil. Kl. 11.05 var lagt á brattann og gengið upp Sleggjubeinsskarð, inn Innstadal og kaffi drukkið á verönd skálans sem þar er uppi í hallinu innst í dalnum. Þaðan var skáað til suðausturs yfir dalinn og yfir hrygginn austast í Skarðsmýrarfjalli og síðan haldið vestur með hlíðum fjallsins uns komið var aftur að bílunum kl. 14.50. Hafði þannig verið gengið umhverfis Skarðsmýrarfjall á 3 klst. og 50 mín., 12 km leið.  Kalt var í veðri, 7-10 stiga frost, en stillt og bjart og skyggni gott. Á heimleiðinni var komið við í Orkuveituhúsinu undir Hellisskarði, kaffi drukkið þar, hlýtt á útskýringar á því hvernig kerfið virkar, túrbínur skoðaðar o.fl. fróðlegt.

Árbók FÍ 2008 - Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði

Árbók Ferðafélags Íslands 2008  eftir Hjörleif Guttormsson náttúrufræðing  um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirð var í gærkvöldi tilnefnd til bókmenntaverðlauna. Fallegar ljósmyndir sem flestar eru eftir höfundinn skreyta bókina auk þess sem hún hefur að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. 

Tilboðskvöld í Útilíf Glæsibæ

Okkur hjá Útilíf er það sönn ánægja að bjóða ferðafélögum á kynningar- og afsláttarkvöld í glæsilega verslun okkar í GLÆSIBÆ þriðjudagskvöldið 2. desember kl. 18:30 - 21:00.  

Helsport kynning í Fjallakofanum

Í tilefni þess að FJALLAKOFINN hefur nýverið tekið við umboði fyrir norska útivistarvörumerkið HELSPORT, þá er sölustjóri þeirra, Frederik Gode, væntanlegur hingað til lands þar sem hann mun kynna og segja frá því helsta sem þeir hafa upp á að bjóða. KYNNINGIN VERÐUR Í FJALLAKOFANUM: FÖSTUDAGINN  28. nóvember  kl : 16 - 18. og LAUGARDAGINN  29. nóvember   kl:  11 - 16.

Aðventuferð í Þórsmörk - takið fjölskylduna með

Jeppaferð Ferðafélag Íslands og Safaris.is. Farið verður helgina 6.-7. desember. Ferðin er hugsuð sem fjölskylduferð þar sem farið er í laufabrauðsgerð og leiki með öllum meðlimum fjölskyldunnar. 

Göngugleði 23.nóvember

Í norðangustinum mættu 6 manns á Vegginn. Ókum austur í Þrengsli og ákveðið var að hringganga Meitlana. Gengið af stað kl. 11:07, réttsælis. Spor okkar meitluðust vel í snjóinn. Veðrið var nístingskalt, norðan vindur í fangið á leiðinni heim. Skafrenningur með hvössum hviðum svo maður vissi ekki hvort maður myndi standa það af sér eða detta. Í mestu hviðunum þeyttust harðar klakaflögur í andlit okkar, en áfram var barist á hálffrosnum mosanum, sem lét undan fótum okkar. Ofan úr hlíðum Eldborgar blasti við okkur mikil hrauntröð og ákváðum við að ganga hana og freista þess að finna þar skjól til að taka “kaffi”.

Næsta myndakvöld

Næsta myndakvöld hjá Ferðafélagi Íslands er 19. nóvember kl: 20 í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6.Þar fjallar Ingvar Teitsson um Herðubreið en í ár eru 100 ár frá því það var gengið fyrst á fjallið.Einnig flytja Leifur Þorsteinsson  og Steinunn Leifsdóttir erindi sem nefnist Dagur íslenskrar tungu - Fjölnismennirnir Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson. Aðgangseyri 600kr Kaffi og meðlæti innifalið.Allir velkomnir.

Göngugleði 9. nóvember

Síðasta sunnudag fyrir skammdegi, 9. nóv., mættu 12 á Vegginn og eftir nokkrar bollaleggingar um hvert halda skyldi var samþykkt tillaga Hafnfirðingsins Ingva Kristinssonar þess efnis að ganga umhverfis Selvatn sem er í fallegum undraheimi rétt fyrir ofan borgarmörkin.

Afsláttarkvöld 12.11.08

Everest verður með afsláttarkvöld fyrir félagsmenn FÍ  í verslun þeirra Skeifunni 6. þann 12. nóvember kl:18-19 a.m.k. 20% afsláttur af öllum vörum nema Hilleberg tjöldum og einnig verða einhverjar vörur á sérstöku tilboðsverði.

Göngugleði á sunnudögum

Göngugleði er alla sunnudaga. Mæting er í  Mörkinna 6 kl: 10 ákveðið hvert skal halda og lagt er af stað kl: 10:30 Sunnudagsgönguskýrsla 26. október 2008.Á vegginn mættu 5 félagar og 2 þeir bjartsýnustu voru með skíðin á toppnum.Ákveðið var að reyna að finna skjólsælan stað í norðangustinum.Ekið var sem leið liggur í Kópavoginn. Við Smáralindina skildu Kópavogsbúar bíla sína eftir ásamt skíðabúnaði og haldið var áfram á einum bíl til Hafnarfjarðar og að Kaldárseli.