Allt hvítt í Hrafntinnuskeri
25.08.2008
Í nótt var bylur í Hrafntinnuskeri og þegar göngufólk vaknaði þar i morgun var allt orðið hvítt í næsta nágrenni skálans. FÍ brýnir fyrir göngufólki að vera vel búið á gönguferðum nú á haustdögum og kanna vel veðurspá áður en haldið er til fjalla.