Fréttir

Laugavegsrit, þriðja útgáfa

Laugavegurinn, bæklingur FÍ eftir Leif Þorsteinsson kemur út á næstum dögum.  Þetta er þriðja útgáfa þessa vinsæla bæklings um gönguleiðina úr Landmannalaugum suður í Þórsmörk sem þúsundir ferðast um á hverju sumri. 

Esjudagur FÍ og SPRON

Laugardaginn 28. júní bjóða SPRON og Ferðafélag Íslands þér og fjölskyldunniað taka þátt í fjölskylduhátíð við Esjurætur frá kl. 13 til 15. Fjölmargt verður til skemmtunar... 

Esjudagurinn 28. júní

Laugardaginn 28. júní bjóða SPRON og Ferðafélag Íslands þér og fjölskyldunniað taka þátt í fjölskylduhátíð við Esjurætur frá kl. 13 til 15.Fjölmargt verður til skemmtunar:Euróbandið, Karíus og Baktus, Jónsi, Esjukapphlaup upp á Þverfellshorn, skipulagðar gönguferðir, hoppukastali, blöðrur, ís, spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna, Skógræktarfélag Reykjavíkur gefur plöntur og margt fleira skemmtilegt.Komdu á fjölskylduhátíðina og njóttu útiverunnar - hlökkum til að sjá þig

Menningarsjóður VISA styrkir FÍ

Stjórn Menningarsjóðs VISA hefur úthlutað 13 styrkjum í ár, samtals að fjárhæð 12,1 milljón króna. Menningarsjóður VISA styrkti FÍ til skiltagerðar, fyrir Hvannadalshnúk og Fimmvörðuháls. 

Myndir úr Jónsmessugöngu á Heklu

Myndir úr Jónsmessugöngu FÍ á Heklu eru nú komnar í myndabanka FÍ. Sjá allar myndir úr ferðinni.

Esjudagur FÍ og SPRON

Esjudagur FÍ og SPRON verður laugardaginn 28. júní.  Þá verður í boði fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, ratleikur, gönguferðir,  Esjuhlaup, leikir og sprell. Dagskráin hefst kl. 13.15 og verður auglýst nánar á næstu dögum. Þátttaka í Esjudeginum er ókeypis og allir velkomnir.  Sparisjóður Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili FÍ en Ferðafélagið hefur unnið að uppbyggingu göngustíga og aðstöðu í Esjunni um langt árabil með stuðningi Sparisjóðsins.

110 göngugarpar á Heklu

Alls tóku 110 manns þátt í Jónsmessugöngu FÍ á Heklu.  Ferðin gekk vel og var gengið upp í ágætu veðri þrátt fyrir skúraveður allt í kring. Komið var á Heklutind skömmu eftir miðnætti...

Vinnuferð í Emstur

Um helgina var farin vinnuferð í skála FÍ á Botnum í Emstrum. Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra skálans í Emstrum tókst vinnuferðin vel....  

Opið í Landmannalaugum

Nú hefur verið opnað í skála FÍ í Landmannalaugum og skálaverðir komnir til starfa. Skálaverðir eru einnig komnir í Hrafntinnusker, Emstrur og Þórsmörk...

Jónsmessuganga á Heklu

Ferðafélagið stendur fyrir Jónsmessugöngu á Heklu föstudaginn 20. júní. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 18 og ekið austur fyrir fjall að Skjólkvíum við Heklurætur.  Þaðan er lagt af stað í gönguna kl. 21.00. Áætlað er að vera á tindi Heklu um miðnætti. Fararstjóri í ferðinni er Páll Guðmundsson. Sjá myndir úr Jónsmessugöngu FÍ á Heklu sl. sumar.