Esjan alla daga - lokaganga - grill
18.07.2008
Esjan alla daga, 5 daga gönguferðir á Esjuna lýkur í kvöld með göngu og grilli að göngu lokinni. Mæting er við bílastæðið við Mógilsá kl. 18.00. Að lokinni göngu mun Þórður fararstjóri draga fram góðgæti á grillið og grilla fyrir þátttakendur í Esjugöngunum þessa vikuna. Sem fyrr eru allir velkomnir og þátttaka ókeypis.