Fréttir

Esjan eftir vinnu - góð mæting - myndir

Góð mæting var í Esjugöngu FÍ í gærkvöldi, Esjan eftir vinnu. Um 25 manns, konur, krakkar og kallar tóku þátt í göngunni í besta veðri. Þórður Marelsson fararstjóri stjórnaði æfingum á leiðnni og teygjum í lokum.  Sjá myndir úr göngunni

Þórsmörk - líf og fjör í Langadal

Starf skálavarða FÍ á fjöllum er fjölbreytt. Starfið snýst meðal annars um mótttöku gesta, leiðsögn, þrif, björgun og margt margt fleira.  Í Langadal í Þórsmörk eru nú starfandi þrír skálaverðir og er í mörg horn að líta hjá skálavörðunum. Sjá myndir.

Myndir úr ferðum, þrjú fjöll og fossagöngur

Sumarleyfisferðir FÍ eru nú komnar í fullan gang. Myndir sem berast skrifstofu FÍ eru settar í myndabanka FÍ og þátttakendur eru hvattir til að senda myndir á fi@fi.is.  Nú eru komnar myndir úr tveimur gönguferðum um sl. helgi, Þrjú fjöll á sunnudegi og Fossagöngunni. Sjá myndirSjá myndir úr Fossagöngunni

FÍ byggir nýjan skála í Álftavatni

Framkvæmdir eru nú hafnar í Álftavatni við byggingu á nýjum skála Ferðafélagsins. Nýi skálinn er um 200 fm og mun taka 40 manns í gistingu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að húsið verði reist á 5 dögum og síðan taki um 3 vikur að klára húsið að innan.

Esjan eftir vinnu

Í júlí standa FÍ og SPRON fyrir gönguferðum með leiðsögn á Esjuna.  Gengið verður á Esjuna 2svar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00 og lagt af stað frá bílastæðinu við Mógilsá.

Silfur Egils í Esjunni

Ferðafélagið stendur þessa dagana fyrir ratleik í hlíðum Esjunnar. Tilvalið er fyrir fjölskylduna að fara saman í gönguferð á Esjuna og finna lausn á ratleiknum.  Um er að ræða fimm  pósta sem þarf að finna og á hverju þeirra er létt spurning sem þarf að svara. Takið með ykkur blað og penna og skrifið niður rétt svör og sendið á fi@fi.is og spron.is/ratleikur. Vegleg verðlaun eru veitt í lok sumars þegar dregið er úr réttum svörum.  Fyrsta póstinn er að finna ekki langt frá skiltinu við bílastæðið.

Þrjú fjöll á sunnudegi

Sunnudaginn 6. júlí býður FÍ upp á athyglisverða ferð þar sem gengið verður á þrjú fjöll á einum degi, Hestfjall, Vörðufell og Búrfell og endað með kvöldverði í Þrastarlundi.....,

Esjan alla daga

Dagana 14. – 18. júlí stendur FÍ fyrir gönguferðum á Esjuna 5 daga í röð.  Lagt er af stað kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá og gengið rösklega á Þverfellshorn. Um er að ræða krefjandi og hressilegar gönguferðir. 

Um 2000 gestir á Esjudeginum

Um 2000 gestir voru á Esjudegi FÍ og SPRON á laugardaginn.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, gönguferðir, Esjuhlaup, tónlist og skemmtiatriði... Sjá myndir

Þórhallur á 151 tind

Þórhallur Ólafsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, hefur nú lokið við að ganga á öll fjöll í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar, 151 fjall á Íslandi...., sjá myndir