Fréttir

Hvannadalshnúkur um Hvítasunnu - til þátttakenda

Reiknað er með að gengið verði á Hnúkinn á laugardag en sunnudagur er varadagur. Þátttakendur verða að fylgjast með heimasíðu FÍ til hádegis á föstudag þar sem fréttir birtast af endanlegum uppgöngutíma. 

Morgungöngur - Keilir

Morgungöngur FÍ héldu áfram í morgun þegar gengið var á Keili.  Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri í morgungöngunum var hinn sprækasti í morgunsárið og stýrði morgunleikfimi af mikilli lipurð. Páll Ásgeir segist mjög ánægður með þátttökuna en um 60 manns hafa nú tekið þátt í báðum morgungöngunum.  ,,Á morgun kl. 6 leggjum við af stað í morgungöngu á Vífilsfell og það eru allir velkomnir. Það er virkilega góð tilfinning að standa á fjallstindi og horfa yfir borgina eldsnemma  morguns."Sjá myndir

Góð þátttaka í fyrstu morgungöngu FÍ

Góð þátttaka var í fyrstu morgungöngu Ferðafélagsins þetta árið. Um sextíu manns gengu á Helgafell ofan Hafnarfjarðar í ljómandi góðu veðri. Valdimar Örnólfsson stjórnaði morgunleikfimi í upphafi göngu.  Á morgun verður gengið á Keili og lagt af stað í einkabílum frá Mörkinni 6 kl. 6 og eða frá bílastæðinu á Höskuldarvöllum kl. 6.20.  Á miðvikudag er gengið á Vífilsfell, fimmtudag á Helgafell í Mosfellssveit og föstudag á Úlfarsfell. Þátttaka er ókeypis í morgungöngurnar, allir velkomnir.  Myndir úr morgungöngunum eru væntanlegar í myndabanka FÍ.  Fararstjóri í morgungöngum FÍ er Páll Ásgeir Ásgeirsson.

Eyjafjallajökull á laugardag

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Eyjafjallajökul 3. maí.  Farið er á einkabílum frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardagsmorgni. Gengin er Seljavallaleið og þeir sem vilja geta rennt sér niður á skíðum en búnaður er fluttur á jökulinn.  Nauðsynlegur búnaður í ferðina er öryggisbelti og ísexi, nesti og góður fatnaður, sólaráburður og sólgleraugu.

Gönguferð á Þórisjökull aflýst.

Gönguferð FÍ á Þórisjökull á morgun hefur verið aflýst vegna ófærðar á Uxahryggjaleið og í Kaldadal.  FÍ bendir á göngu- og skíðaferð á Eyjafjallajökull á laugardaginn.

Morgungöngur FÍ 5. - 9. maí

Morgungöngur Ferðafélagsins hefjast mánudaginn 5. maí.  Allla morgna þá viku ( 5. - 9. maí) verður gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur og lagt af stað við fyrsta hanagal eða klukkan sex að morgni. Gengið verður á Helgafell ofan Hafnarfjarðar, Keili, Vífilsfell,  Helgafell  í Mosfellssveit og Úlfarsfell. Áætlað er að hverri gönguferð ljúki um níuleytið.  Morgungöngur Ferðafélagsins hófust árið 2004 og tóku 5 þátt í fyrstu göngunni. Sl. vor tóku um 250 manns þátt í öllum fmm göngunum.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Þórisjökull 1. maí - Eyjafjallajökull 3. maí

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Þórissjökul 1. maí. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 í rútu og ekið í Kaldárdal þaðan sem gengið verður á jökullinn.  Þá verður farið í skíðaferð á Eyjafjallajökul 3 maí.  Farið er á einkabílum og gengin Seljavallaleið og rennt sér á skíðum, aftur niður að Seljavöllum.  Sjá nánar undir ferðir.

Göngugleði 27. apríl - ferðasaga

 Í glaðasólskini ákváðu göngugarpar sem mættu við Mörkina kl. 10:30 á sunnudagsmorgun að bjóða norðanstrekkingnum birginn. Þeir óku fyrst sem leið lá upp í Mosfellssveit og hófu göngu meðfram Skarðsá við göngubrúna neðst í Svínaskarði á milli Móskarðahnjúka og Skálafells.

Ferðafélagið með í Ferðalang á sumardaginn fyrsta

Ferðaféalgið býður upp á gönguferð sumardaginn fyrsta og er gönguferðin liður í dagskrá Höfuðborgarstofu í tilefni dagsins.   Hægt er að sjá viðburði dagsins á www.ferdalangur.is 10:00 brottför frá Mörkinni 6.   Gönguferð á Helgafell, skemmtileg fjölskylduganga á þetta fallega fjall með fróðleik um jarðfræði og sögu með Ferðafélagi Íslands.  Ekta gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Brottför frá Mörkinni 6 á einkabílum, ekið í Hafnarfjörð, upp með hesthúsahverfinu og að Kaldárseli.  Fararstjóri Auður Elva Kjartansdóttir. Fyrir þá sem vilja mæta beint í Kaldársel þá verður lagt af stað þaðan í gönguferðina kl. 10.30.Hafið með góðan búnað, gönguskó og í göngufatnaði, með bakpoka og nesti.Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Göngugleði - ferðasaga 20. apríl

Sunnudagsmorguninn 20. apríl mættu nokkrir galvaskir göngumenn á Vegginn við Mörkina 6, allir með skíði. Haldið var upp í Bláfjöll og þar bættust tvö í hópinn. Genginn var 10 km hringur í áttina að Grindaskörðum og tók gangan hátt í þrjár klukkustundir (gps leikföng sem sumir voru með teygðu svolítið úr tímanum).