95 þátttakendur skráðir á Hvannadalshnúk.
02.03.2008
Nú hafa 95 þátttakendur skráð sig í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Hámarksfjöldi í ferðina er 100 og því fimm sæti laus. Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt 14 fararstjórum FÍ. Þátttakendur hafa þegar hafið undirbúning fyrir ferðina með gönguferðum og líkamsrækt af ýmsu tagi. Árið 2005 fór FÍ með 140 þáttakendur á Hvannadalshnúk í einni ferð en hefur síðan sett hámarksfjölda 100 í ferðina.