Fréttir

95 þátttakendur skráðir á Hvannadalshnúk.

Nú hafa 95 þátttakendur skráð sig í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Hámarksfjöldi í ferðina er 100 og því fimm sæti laus. Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt 14 fararstjórum FÍ.  Þátttakendur hafa þegar hafið undirbúning fyrir ferðina með gönguferðum og líkamsrækt af ýmsu tagi.  Árið 2005 fór FÍ með 140 þáttakendur á Hvannadalshnúk í einni ferð en hefur síðan sett hámarksfjölda 100 í ferðina.

List í Landmannalaugum

Síðast liðið haust var skálavarðahús FÍ í Landmannalaugum fjarlægt af svæðinu og flutt í Nýjadal. Skálavörðurinn tók þessar skemmtilegu myndir á drumbungslegum degi í október.

Páskaferð um Hornstrandir

Nú fer senn að líða að Páskum og fer hver að vera síðastur að skrá sig í ferðina P-1 Hornstrandir um Páska með Braga og Sigrúnu.Síðasti dagur skráningu og greiðslu er Mánudaginn 3.mars Verð: 40.000/43.000Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn

Skíðaganga sunnudaginn 2.mars

Skíðaganga á sunndaginn 2.mars                                             Farið verður með rútu frá Mörkinni 6 kl 10:30Keyrt að Mosfellsheiði og gengið yfir og komið niður hjá Litlu Kaffistofunni þar sem rútan sækir fólkið og keyrt aftur í Mörkina 6

Félagsvist Ferðafélags Íslands

Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 19. febrúar.  Vistin hefst kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu.  Lokakvöldið verður 18. mars 2008. Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.

Myndakvöld í kvöld

Myndakvöld er hjá FÍ í kvöld kl. 20.00 í FÍ salnum Mörkinni 6. Nemendur í Smáraskóla sýna myndir úr ferðum sínum að Fjallabaki. Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Vaðnámskeið í Merkuránum 8. - 9. mars

Ferðafélagið stendur fyrir vaðnámskeiði í Merkuránun fyrstu helgina í mars. Á námskeiðinu verður kennt að taka vað í ám og hvernig á að bera sig í straumvatni.  Myndir af vaðnáskeiði FÍ í Merkuránum Sjá myndir af fyrri vaðnámskeiði FÍ

Vetraropnun í Landmannalaugum

Skálavörður FÍ eru nú kominn til starfa í Landmannalaugum og verður með fasta viðveru í Laugum út apríl. Fyrir skömmu var farin vinnuferð í Landamannalaugar þar sem skálinn var standsettur fyrir vetraropnun.  Öll aðstaða er nú opin í Laugum, þe skálinn, gistiaðstaða og eldhús, sem og salernisaðstaðan þe, vatnssalerni og sturtur og er nú bæði heitt og kalt rennandi vatn á svæðinu. Sem fyrr þarf að bóka og greiða fyrir gistingu á skrifstofu FÍ.

Tveggja kvölda snjóflóðanámskeið og fleiri námskeið

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu um snjóflóð 11. – 12. febrúar nk. Námskeiðið hefst kl. 20.00 á mánudagskvöldi og stendur til 22.30.  Námskeiðið er haldið í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6. Á fyrra kvöldinu verður bóklegur fyrirlestur þar sem farið verður meðal annars í eðli snjóflóða, ferðahegðun, búnað, leiðarval og bjögun úr snjóflóðum. Á seinna kvöldinu verður farið í verklegar æfingar í Bláfjöllum. Þátttakendur hittast í Bláfjöllum kl. 19.00 og komið til baka um kl. 22.00.   

Göngugleðin - ferðasaga

Við höfuðstöðvar FÍ hittust 8 gönguskíðagarpar í fjögurra stiga frosti en blíðu veðri.  Haldið var á Heiðmörk og staðnæmst við Elliðavatnsbæ.  Einn bíll var fyrir á stæðinu kl. 11:02 er við héldum af stað í leit að lofaðri troðinni göngubraut sem ekki fannst.