Fréttir

Jóla og nýárskveðjur frá Ferðafélagi Íslands

Sjá myndir úr sólstöðugöngugöngu FÍ 22.12.

Blysför FÍ og Útivistar

Blysför FÍ og ÚtivistarBlysför FÍ og Útvistar verður laugardaginn 29. desember.  Gangan hefst frá Nauthóli kl .17.15 og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18.  Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.  

Þrettándaferð í Þórsmörk

Árleg þrettándaferð FÍ í Þórsmörk  5. - 6. janúarFarið á jeppum og ekið með útúrdúrum í Langadal í Þórsmörk og  með stoppum og gönguferðum eftir því sem aðstæður leyfa Lagt af stað úr Reykjavík snemma morguns á laugardegi. Þátttakendur hittast við Hlíðarenda á Hvolsvelli um kl. 10.  Ferðin hefst síðan kl. 10.30 þegar haldið er af stað frá Hlíðarenda. Grillveilsa og kvöldvaka í Skagfjörðsskála á laugardagskvöldi. Snemma á sunnudegi er lagt af stað frá skála og til Reykjavíkur með útúrdúrum og stoppum á áhugaverðum stöðum.  

Kökuganga á Esjuna 22. desember.

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna á morgun laugardaginn 22. desember kl. 10. Mæting á bílastæðið við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.  

Skrifstofan lokuð - vaktsími skála

Skrifstofa FÍ er lokuð frá 21. desember og yfir jólahátíðina vegna framkvæmda. Skrifstofan opnar á ný 3. janúar.  Sérstakur vaktsími vegna skála er 845 – 1214.

FÍ fréttir - 21. des

Fréttapóstur frá FÍ 21. desember. Kökuganga, blysför, þrettándaferð, vaktsími.

Göngugleðin á gönguskíðum

Sunnudaginn 9. des. kom ekkert annað til greina en að fara á gönguskíði. Það var nægur snjór og gott færi til þeirrar iðkunar á Bláfjallasvæðinu. Við gengum þennan hefðbundna hring sem að þessu sinni var ekki troðinn. Það var nánast logn mestallan tímann og sólarlaust, en góð fjallasýn.

Jólagjafir á skrifstofu FÍ - gjafakort og árbækur

Árbækur FÍ og gjafakort frá Ferðafélagi Íslands; sumarleyfisferðir,helgarferðir og dagsferðir næsta sumar -  tilvalin jólagjöf fyrir útivistaráhugafólk.  Gjafabréfin fást á skrifstofu FÍ.

Kökuganga á Esjuna

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna laugardaginn 22. desember kl. 10.00, Mæting á bílastæðinu við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.  Góður búnaður nauðsynlegur, þe góðir gönguskór, hlífðarfatnaður, göngustafir, bakpoki og nesti. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjórar: Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson.

FÍ Cintamani húfur - vetrarhúfa og jólagjöf

Nú fást á skrifstofu FÍ ullarhúfur með flís fóðrun merktar FÍ.  Húfurnar eru á sérstöku tilboðsverði  fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu á kr. 2.900.  Verð í verslunum kr. 5.990. Hægt er að hringja og panta húfu eða koma við á skrifstofunni. Takmarkað upplag er til af húfum.