Árleg kökuganga FÍ á Esjuna laugardaginn 22. desember kl. 10.00, Mæting á bílastæðinu við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka. Góður búnaður nauðsynlegur, þe góðir gönguskór, hlífðarfatnaður, göngustafir, bakpoki og nesti. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjórar: Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson.