Fréttir

Háir tindar og heillandi strandir

Fjölmargra nýjunga sér stað í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2008 sem nú er komin út. Auk sígildra dags- og sumarferða sem alltaf njóta vinsælda, eru í boði ýmsar ferðir þar sem klifið verður á hæstu tinda. 

Ferðaáætlun FÍ 2008

               

Næsta myndakvöld FÍ er 13. febrúar

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 13. febrúar.  Myndakvöld í janúar fellur niður.  Á myndakvöldi í febúar munu nemendur í Smáraskóla sýna myndir úr ferðum sínum að Fjallabaki.

Aðalfundur Hornstrandafara FÍ

Ársfundur Hornstrandafara 2008 verður haldinn laugardaginn 19. jánúar kl. 14.00 í Mörkini 6  í risinu. Á dagskrá fundarins verður : 1.     Helstu afrek Hornstrandafara á liðnu starfsári þ.e. hin mjög svo rómaða skýrsla stjórnar og nú sem endranær flutt af hinum eina og sanna leiðtoga. 2.     Stjórnarkjör. Miklar mannabreytingar munu vera í aðsigi og jafnvel talað um hefnd karlagengisins eftir vel heppnaða kvennabyltingu á síðasta ársfundi. 3.     Hvert stefnum við á komandi starfsári ? 4.     Kaffi og bakkelsi þ.e. hinar hefðbundnu ársfundavöfflur Hornstrandafara með tilheyrandi sultutaui og jurtarjóma.5.     Myndasýning. Gísli Már Gíslason sýnir myndir úr Færeyjarferð FÍ 2006

Borgarganga - ferðalýsing

Sunnudaginn 13. jan. var farin fyrsta ganga ársins í góðu veðri og mættu um 76 göngugarpar í Mörkina.  Þaðan var haldið inn eftir Suðurlandsbraut og var gengið um Voga, Heima, Sund, Laugarás og endað í Laugardal.  Pétur H. Ármannsson fór fyrir göngunni og fræddi okkur um það sem fyrir augu bar og þá sérstaklega um sögu gamalla húsa sem á vegi okkar urðu.  Það kom flestum á óvart að til væru friðuð hús í þessum hverfum.

Félagsvist FÍ 15. janúar

Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 15. janúar.  Vistin hefst kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu.  Svo spilum við 19. feb. og 18. mars 2008. Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra.Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.

Nýársganga Hornstrandafara FÍ

Við viljum minna á fyrstu göngu ársins, BORGARGÖNGU HORNSTRANDAFARA OG F.Í. þann  13. janúar 2008. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl 10:30. Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi. Á leiðinni er staldrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin. Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Fótabúnaður og klæðnaður taki mið af veðri en það lítur út fyrir gott gönguveður. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson, arkitekt.

Myndir úr Þrettándaferð FÍ í Þórsmörk

Myndir úr jeppaferð bíladeildar FÍ í Þórsmörk um Þrettándann eru komnar á netið og er hægt að skoða þær með því að smella hér. Um sjötíu manns á 25 bílum tóku þátt í ferðinni og áttu góðar stundir í Þórsmörk. Myndir úr öllum ferðum bíladeildar FÍ  má skoða með því að smella á tenglana hér að neðan.

Fjölmenni í þrettaándaferð FÍ

Um sjötíu þátttakendur tóku þátt í Þrettándaferð FÍ í Þórsmök um helgina. Ferðin var bæði göngu og jeppaferð og voru aðstæður ágætar. Myndir úr ferðinni eru væntalegar á myndabanka FÍ.

Nýársganga FÍ og Hornstrandafara

Nýársganga Hornstrandafara FÍ  13. jan. nk. Brottför frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 10.30.Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi.Á leiðinni er standrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin.Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson