Fréttir

Botnsúlur

Farið verður á Botnsúlur á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn. 24.4.2008Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8Ekið með rútu að Þingvöllum, gengið á Syðstu-Súlu og niður í Hvalfjörð, þar sem rútan sækir hópinn. Verð: 4000/6000Innifalið: Rúta, farastjórnSkráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 fyrir miðvikudaginn 23.04

Helgrindur

Ferð á Helgrindur þann 19.apríl hefur verið aflýst sökum færðar.

GPS Námskeið

GPS námskeið sem átti að halda í sal Ferðafélagsins þann 17.apríl verður haldið á Grand Hótel í salnum Hvammur.Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja. Námskeiðið hefst kl:20 og stendur til 22:30Námskeiði  kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  Ennþá er hægt að skrá sig og fer skráning fram á skrifstofu FÍ í síma 568-2533

Myndakvöld - Lónsöræfi - 9. apríl

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 9. apríl.  Þá verða sýndar myndir frá Lónsöræfum, auk fróðleiks um svæðið.  Lónsöræfin eru ein af náttúruperlum landsins og sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína þangað.  Leifur Þorsteinsson hefur umsjón með myndakvöldinu. Aðgangseyrir kr. 600, allir velkomnir, kaffi og meðlæti.

Göngugleði - ferðasaga 30. mars

Skíðamenn óku upp í Bláfjöll og tóku sporið við bílaplanið. Búið var að troða skemmtilegan hring vestur að Grindaskörðum og tókum við kaff við fallegan gíg, sem skírður var á staðnum "Mosfeldur" í stíl við stóran gíg í brún Brennisteinsfjalla, sem okkur hefur verið tjáð að heiti Gráfeldur.  Komum aftur að bíl að lokinni 10,5 km. göngu og 3ja tíma útiveru, hress og endurnærð.Sjá myndir úr ferðinni

Gps námskeið fyrir göngufólk

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk fimmtudaginn 17. apríl nk.Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja.  Námskeiðið hefst kl. 20.00 og er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6.  Námskeiði kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533  

Auka ferð um Jarlhettur

Vegna mikillar aðsóknar verður boðið upp á aukaferð um Jarlhettur og að Laugarvatni,  ( S- 23)Farið verður  í aukaferðina 17-20. júlí.  Þegar hafa um 15 skráð sig í aukaferðina en um 10 sæti laus.  

Ganga - Reiðhjól - Kajak

FÍ býður upp á spennandi trússferð með uppihaldi í 4 daga um héruð fyrir botni Breiðafjarðar – Farið frá Laugum í Hvammssveit yfir Skarðsströnd, um Klofning, Fellsströnd og Hvammssveit aftur að Laugum.

Fréttapóstur frá FÍ 24. mars.

-Fullbókað í nokkrar sumarleyfisferðir FÍ -Skiðaferðir og gönguferðir á Þórisjökull og Eyjafjallajökul.-Undirbúningur fyrir Hvannadalshnjúk-GPS námskeið

Vaðnámskeið FÍ um næstu helgi.

Vaðnámskeið FÍ verður haldið um næsti helgi.  Ekið verður á laugardagsmorgun frá Hlíðarenda á Hvolsveli kl. 10.30 og verða verklegar æfingar í Merkuránum á laugardegi. Um kvöldið er kvöldvaka og grillveisla í Skagfjörðsskála og á sunnudagsmorgun er haldið til Reykjavíkur, með stoppum á leiðinni og vatnaæfingum.