Fréttir

Fremtidens veivalg - ársfundur DNT

Ársfundur Norska ferðafélagsins verður haldinn 12. - 14 júní nk  í Drammen í Noregi. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verður gestur á fundinum. Norska Ferðafélagið er á meðal stærstu félagasamtaka á Norðurlöndunum með um 220.000 félagsmenn og gríðarlega öflugt starf. ,, Við höfum mikinn áhuga á að efla samstarfið við DNT og um leið læra af þeirra góða starfi en Ferðafélag Íslands var byggt upp og starfar á sömu hugmyndafræði og Norska ferðafélagið, " segir Páll Guðmundsson.  Fremtidens veivalg er yfirskrift ársfundarins og er þar fundað meðal annars um almannarétt, öryggismál, félagsstarf og náttúruvernd.

Kóngsvegurinn í fornbílum

Ferðafélagið býður upp á athyglisverða og skemmtilega ferð nk sunnudag þegar farið verður í fornbílum eftir eða í næsta nágrenni við Kóngsveginn.  Ekið verður sem leið liggur til Þingvalla og Laugarvatns og að Úhlíð til Björns bónda Sigurðssonar sem mun taka á móti gestum í nýju kirkjunni sinni.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ er fararstjóri í ferðinni, ásamt Evu Þorvaldsdóttur sem sér um grasafræðslu í ferðinni á þessum norræna degi blóma.

Esjan endilöng á sunnudaginn

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð eftir Esjunni endilangri nk sunnudag. Páll Ásgeir og Rósa eru fararstjórar í gönguferð þar sem gengið verður úr Svínaskarði, eftir Móskarðshnúkum, um Laufskörð, á Hátind fram hjá Þverfellshorni og niður Kerhólakamb og komið niður við Esjuberg. 

Ferðir um helgina

Næstu ferðir hjá Ferðafélaginu er Fimmvörðuháls, Konungsvegurinn og Esjan endilöng.Laust er í ferðirnar, skráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 eða á tölvupóst fi@fi.is

Skessuhorn AFLÝST

Ferð á Skessuhorn á morgun 7.júní hefur verið aflýst vegna færðar.

Esjuhappdrætti FÍ og SRPON

Ferðafélagið og Sparisjóður Reykjavíkur standa fyrir Esjuhappdrætti þriðja árið í röð.  Allir sem skrifa nafn sitt og netfang geta átt von á gönguskóm frá Cintamani.  Gestabækurnir eru í póstkassa FÍ bæði við Steininn og uppi á Þverfellshorni.  Síðast liðin sumur hafa um 10.000 þúsund göngugarpar skrifað nöfn sín í gestabækur FÍ.  Sparisjóður Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili Ferðafélags Íslands.

Vorferð Hornstrandafara FÍ

Að þessu sinni verður gengið um slóðir fornra þjóðleiða norðan og vestan Grindavíkur. Gangan hefst við fjallið Þorbjörn að norðanverðu. Staldrað verður við Eldvörpin, sem er falleg gígaröð og einnig við þyrpingu fornra byrgja, sem sumir kalla „Tyrkjabyrgin“. Þessi ganga er nánast á jafnsléttu en yfir nokkuð úfið hraun að fara og því betra að hafa göngustafina með. Gönguvegalengdin er u.þ.b. 10 km.

Kóngsvegurinn á norrænum degi villtra blóma.

Ferðafélag Íslands í samstarfi við Fornbílaklúbb Íslands og Grasagarð Reykjavíkur býður upp á fornbílaferð 15. júní nk á degi villtra blóma.  Ekið verður sem leið liggur um Þingvelli og Laugarvatn og að Úthlíð eftir eða í námunda við Kóngsveginn.  Ólafur Örn Haraldsson og Eva G. Þorvaldsdóttir eru fararstjórar í ferðinni.

Skessuhorn á laugardaginn

Skessuhorn í Borgarfirði, skemmtileg ganga fyrir alla, harmonikkan með í för og sungið og sprellað á leiðinni.  Ingimar Einarsson frá Hvanneyri er fararstjóri í ferðinni ásamt Pétri Magnússyni.

Sumri fagnað í Þórsmörk - AFLÝST

Dagsferð inní Þórsmörk í samvinnu við Trex hefur verið aflýst en verður vonandi síðar og verður hún þá auglýst.