Fréttir

Ferðafélagar á faraldsfæti

Ferðafélagar ferðast í auknum mæli erlendis og mikið er úrval ferða í boði hjá ferðaskrifstofunum. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ er fararstjóri í gönguferð með Ferðaþjónustu bænda umhverfis Mont Blanc í júlí og Sigrún Valbergsdóttir varaforseti er fararstjóri í ferð til Færeyja  með Trex í lok maí.

Fararstjórar FÍ á sprungunámskeiði

Fararstjórar hjá Ferðafélagi Íslands tóku þátt í sprungunámskeiði á dögunum hjá Jökli Bergmann. Þetta er annað árið í röð sem Jökull er með námskeið fyrir fararstjóra FÍ en hann er nýútskrifaður frá Kanada með próf í fjallaleiðsögn af hæstu gráðu.  Útivera.is er með skemmtilegt spjall við Jökul og fréttir af námskeiðinu á vef sínum www.utivera.is, þar sem er að finna nýjan veffréttavarpa. Sjá hér

Árbók FÍ 2008

Félagsmenn FÍ sem eiga eftir að greiða árgjaldið eru minntir á að greiða árgjaldið og fá þá árbókina senda heim. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur skrifar um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði.   Hægt er að skrá sig í Ferðafélag Íslands með því að hafa samband við skrifstofuna í síma 568-2533 eða með t-pósti fi@fi.is

Myndir frá Hvannadalshnúk

Nú má sjá myndir úr ferð FÍ á Hvannadalshnúk á myndbanka FÍ

90 manns á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna

Um 90 manns gengu á Hvannadalshnúk með Ferðafélaginu um Hvítasunnuhelgina. Lagt var af stað í gönguna kl. sex að morgni á laugardag. Rigning var í upphafi og göngu og skyggni lítið lítið nánast alla gönguna. Þó rofaði til á leiðinni niður.  Erna Bergþóra Einarsdóttir ferðafulltrúi hjá FÍ sagði að gangan hefði gengið vel þrátt fyrir veðrið.  ,,Fyrstu menn voru tólf og háflan tíma en sá síðasti kom niður um hálfellefu í fylgd Haraldar Arnar fararstjóra,"  Alls voru 14 fararstjórar í ferðinni. Myndir úr ferðinni verða settar á myndabanka FÍ á næstunni.

Til þátttakenda í ferð á Hvannadalshnúk

Til þátttakenda í ferð á Hvannadalshnúk   Lagt verður af stað á Hvannadalshnúk kl. 6 í fyrramálið, á laugardagsmorgni. Brottför er því seinkað um tvo tíma miðað við upphaflega áætlun. Fyrri hluta göngunnar verður rigning en síðan er útlit fyrir að það lægi og létti til.    

300 manns í morgungöngum FÍ

Um 300 manns tóku þátt í morgungöngum FÍ þetta árið og ljóst er að morgungöngurnar njóta vaxandi vinsælda og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Á toppi Úlfarfells í morgun var hrópað ferfalt húrra fyrir þeim sem mætt höfðu í allar göngurnar fimm þetta árið og reyndust þeir vera 26 að fararstjórum meðtöldum. Sjá myndir

Gæsahúð á Úlfarsfelli - morgungöngur FÍ

Ekki var laust við hinir árrisulu göngugarpar í morgungöngum Ferðafélagsins fengu gæsahúð þegar Karlakórinn Fóstbræður söng Hærra minn Guð til þín, í rigningu og roki, efst á Úlfarsfelli eldsnemma morguns. Vel æfður kórinn, margraddaður undir stjórn Árna Harðarssonar, sögn sig inn í hjörtu göngumanna sem stóðu vindbarðir og blautir í slagvirði og hlýddu á með kakómjólk og ostaslaufu í hönd.  All súrrealískar aðstæður svo ekki verði meira sagt. 

Helgafell í morgun - Úlfarsfell í fyrramálið

Alls 53 fóthvatir morgunhanar mættu í fjórðu morgungöngu Ferðafélags Íslands að morgni fimmtudags og skunduðu upp á Helgafell í Mosfellsdal. Að þessu sinni var fenginn kunnugur heimamaður Bjarki Bjarnason sem sagði þátttakendum til vegar og fræddi þá um sögu landsins og örnefni. Sjá myndir úr göngunni í morgun.

50 morgunhanar í súld og þoku á Vífilsfelli.

Frábær þátttaka hefur verið í morgungöngum Ferðafélagsins í ár. Um 60 manns mættu fyrstu tvo morgnana og gengu á Helgafell á mánudag og Keili á þriðjudag. Í morgun var stefnt á Vífilfell þrátt fyrir að súld lægi yfir toppnum. Samtals 43 vaskir morgunhanar gerðu léttar leikfimiæfingar við rætur fjallsins og töltu svo af stað upp í þokuna. Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri í morgungöngunum sagði að veðrið í morgun hefði verið dumbungslegt og í miðju fjalli hefði skyggni verið lítið sem ekkert....., Sjá myndir