Skálavarsla í Landmannalaugum um páskana
18.03.2008
Ferðafélagið er með skálavörslu í Landmannalaugum yfir páskana. Skálavörður hefur verið í Landmannalaugum í vetur og hefur verið töluverð umferð um helgar ekki síst dagsumferð jeppa- og sleðamanna. Með viðveru skálavarðar á svæðinu hefur verið unnt að bjóða upp á vatnssalerni, sturtur og rennandi vatn í skálanum.