Fréttir

Skálavarsla í Landmannalaugum um páskana

Ferðafélagið er með skálavörslu í Landmannalaugum yfir páskana.  Skálavörður hefur verið í Landmannalaugum í vetur og hefur verið töluverð umferð um helgar ekki síst dagsumferð jeppa- og sleðamanna.  Með viðveru skálavarðar á svæðinu hefur verið unnt að bjóða upp á vatnssalerni, sturtur og rennandi vatn í skálanum.

Skíðaganga á Pálmasunnudag - ferðasaga

Hvílikt veður, hvílíkt færi, hvílíkt fólk eru orð sem koma mér í hug eftir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í menningarskíðagöngu á vegum Ferðafélags Íslands, eins og ég kýs að kalla ferðina sem farin var á Pálmasunndag 16. mars. Um miðja vikuna á undan benti veðurspá til þess að veður mundi verða þokkalegt en að það yrði alveg logn og sólskin allan tíman var meira en maður þorði að vona.

Göngugleði - ferðasaga

Sjö óku upp á Hellisheiði og skíðagengu Hverhlíðar í dæmalaust góðu veðri. Við stoppuðum við hverasvæðið og einhverjir ráku nefið ofaní það. Landið skartaði sínum fegursta vetrarbúningi. Veðurblíðan var ótrúleg. Þó fundum við einn hól með köldum norðannæðingi og byl  og áveðurs drukkum við okkar hefðbundna kaff

Félagsvist

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Lokavist vetrarins verður þriðjudaginn 18. mars.  Vistin hefst kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í anddyri aðalsals.  Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins. Þátttökugjald er 600 kr.

Aðalfundur FÍ

Aðalfundur FÍ í kvöld kl. 20Aðalfundur Ferðafélagsins er haldinn í kvöld kl. 20 í FÍ salnum Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk

Á síðustu árum hafa ferðir á Hvannadalshnúk verið í tísku á meðal landsmanna. Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk en frá árinu 2005 hefur félagið farið með mjög fjölmenna hópa á hnúkinn í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar og fleiri vaskra fararstjóra/stýra...

Skíðaferð - Dagsferð

Þingvallakirkja - Hvalvatn - Hvalfell - GlymurPálmasunnudagur 16. mars. Skíðaferð. Rúta. Brottför frá Mörkinni 6  kl. 9. Göngutími 8  klst.Verð: 4000/6000Innifalið: Rúta, farastjórn.

Páskaferð á Hornstrandir

Páskaferð á Hornstrandir20-24. marsHámarksfjöldi 18 - 4 laus plássVerð: 40.000 / 43.000 Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn

Vaðnámskeiði FÍ frestað vegna aðstæðna

Vegna vatnavaxta, snjóa, ísa og skara á Þórsmerkurvötnum hefur vaðnámskeiði FÍ verið frestað til síðustu helgar mars mánaðar, þe 29. - 30. mars.

Aðalfundur FÍ 12. mars nk.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.