Fréttir

Æskan og óbyggðirnar

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ var viðtal við Ólaf Örn Haraldsson forseta FÍ í Morgunblaðinu í gær þar sem hann ræðir um stofnun félagsins, markmið og starfið í dag.

Hátíðarfundur FÍ í Norræna húsinu í gærdag.

Hátíðarfundur FÍ í Norræna húsinu í gærdag í tilefni af 80 ára afmæli félagsins tókst vel. Um 150 gestir mættu til fundarins.  Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði fundinn með heimsókn sinni og flutti félaginu kveðju og hlý orð.    Sjá myndir

Að hugsa og ganga - Páll Skúlason

Á hátíðarfundi Ferðafélagsins í Norræna húsinu í gær  í tilefni af 80 ára afmæli félagsins flutti Páll Skúlason prófessor og fyrrverandi háskólarektor mjög athyglisvert erindi um að hugsa og ganga sem hann tengdi við starfsemi FÍ.  Erindi Páls er hér í heild sinni.

Gullmerki á hátíðarfundi FÍ í dag

Ferðafélag Íslands sæmdi í dag 26 einstaklinga gullmerki félagsins á hátiðarfundi í Norræna húsinu.  Gullmerki FÍ eru veitt fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem og fyrir framúrskarandi störf í þjóðfélaginu á kjörsviði félagsins.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ veitti gullmerkin með aðstoð Sigrúnar Valbergsdóttur varaforseta og Viktors 11 ára upprennandi ferðafélaga. 

Skrifstofa FÍ lokuð í dag 27. nóvember

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð í dag 27. nóvember vegna 80 ára afmæli félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára - æskan og óbyggðirnar

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember. Í tilefni afmælisins mun stjórn félagsins funda í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu þar sem félagið var stofnað fyrir 80 árum.  Á fundinum mun stjórnin samþykkja sérstaka hátíðarsamþykkt þar sem ungt fólk er sérstaklega boðið velkomið í félagið.  Einnig verður haldinn hátíðarfundur í Norræna húsinu og opið hús í FÍ salnum í Mörkinni.  

FÍ 80 ára - myndir úr sögunni

Í tilefni 80 ára afmælis Ferðafélgs Íslands er að finna myndir úr sögu félagsins á myndabanka á heimasíðunni.  Myndirnar eru undir heitinu FÍ 80 ára.  Einnig eru mjög athyglisverðar myndir úr Þórsmörk sem sýna jeppa og rútur í hrakningum í Krossá og skálaverði FÍ að björgunarstörfum á traktornum.

Jólagjöfin í ár - gjafabréf frá FÍ

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands eru fáanleg gjafabréf sem er tilvalin jólagjöf til göngumanna og útivistarfólks.  Gjafabréfin geta verið ferð í sumarleyfisferð FÍ, helgarferð eða dagsferð, og eða aðild að félaginu.  

Fréttapóstur FÍ 20. nóvember

FÍ fréttir 20. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasíðunni og fá reglulegar fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins  Mörkinni 6 á afmælisdeginum frá kl. 18.00 - 20.00. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir