Um næstu helgi er síðsumarsferð bíladeildar FÍ.
24. ágúst - föstudag - ekið síðdegis í Borgarnes og gist þar - eða farið þeim mun fyrr af stað úr bænum á laugardagsmorgninum.
25. ágúst - laugardag - Ekið um Borgarnes kl. 09. Farnar úrleiðir að fjöllum og vötnum - nema Langavatni - og fram til sjávar - m.a. að Löngufjörum. Miðað við að ljúka suðurströndinni af og komast norður fyrir og austur undir Grundarfjörð eða jafnvel í Stykkishólm.
26. ágúst - sunnudag - Snemma af stað. Áfram fylgt úrleiðum. Þegar kemur að Heydal skiptist hópurinn og Heydalinn fari fólksbílar en jeppar áfram til Laugardals og um Sópandaskarð að Langavatni og heim um Borgarnes.
Sjá nánar á heimasíðu fararstjóra, www.gopfrettir.net