Fréttir

Óvissuferð FÍ

Óvissuferð FÍ er 1. - 2. september. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8 út í óvissuna. Enginn veit hvert á að halda eða hvort hægt er að komast þangað. Komið til baka seinnipart sunnudags. Fararstjóri í ferðinni er Sigurður Kristjánssson.

Nokkur sæti laus í kvennaferð á Laugaveginn

Nú eru nokkur sæti laus í seinni kvennaferð FÍ á Laugaveginn 15. ágúst.  Kvennaferðirnar hafa notið mikillla vinsælda og jafnan verið frábær stemming í ferðunum þar sem eins og nafnið gefur til kynna eingöngu eru konur með i för og að auki er dekrað við bragðlaukana í ferðinni og boðið upp á veislumáltíðir.  Skráning er á skrifstofu FÍ.

Þjórsárver - dagsferð á sunnudag

Hín sívinsæla dagsferð FÍ í Þjórsárver er nk sunnudag. Þá verður lagt af stað frá Reykjavík kl. 8 og ekið í Þúfuver og Eyvindakofaver og á Biskupsþúfu. Komið er til baka á sunnudagskvöldi. Ferðin er farin í samstarfi við Landvernd og eru fararstjórar þau Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Gísli Már Gíslason prófessorar við HÍ.  Skráning er á skrifstofu FÍ fyrir kl. 12 á föstudag.  Á laugardag kl. 13 munu fararstjórar fara yfir ferðina og segja frá svæðinu í máli og myndum í Risinu í Mörkinni 6, gengið er inn um aðalinngang á skrifstofu FÍ og upp stigann í Risið.

Framkvæmdir í Hvítárnesi

Á næstunni verður hafist handa við framkvæmdir við endurbætur á elsta sæluhúsi FÍ, skálanum í Hvítarnesi.  Lögð verður áherlsa á að varðveita stíl og sérstöðu skálans.  Skálinn hefur legið undir skemmdum og meðal annars hafa veggir hússins sigið og hallað. Grjóthleðslur verða endurhlaðnar og styrktar og þá verða gólfefni og veggklæðningar endurnýjaðar.

Mikil stemning á menningarkvöldi

Það var mikil stemning á menningarkvöldinu "Við klukknahljóm syndugra hjarta" sem haldið var s.l. laugardagskvöld í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi. 150 manns voru saman komin í kirkjunni á þessu fallega sumar kvöldi.

Þjórsárver- náttúruperla á heimsvísu

Þann 12. ágúst mun Ferðafélagið fara í árlega ferð í Þjórsárver. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.  Enn eru sæti laus í ferðina. Þjórsárver – 11. og 12. ágúst. Tilgangur ferðar og fræðslufundar er að kynna fólki Þjórsárver án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn.Laugardaginn 11. ágúst, fræðslufundur í Risinu í  Mörkinni 6 frá kl. 13:00.Boðið verður upp á fræðslufund þar sem fararstjórar munu fjalla um náttúrufar, lífríki og menningu í Þjórsárverum í máli og myndum.Sunnudaginn 12. ágúst, brottför frá Reykjavík kl 8:00, brottför frá Árnesi 9:30.Gengið verður um austur hluta Þjórsárvera undir leiðsögn sérfræðinga og leiðsögumanna. Tóftir af kofa Eyvindar og Höllu verða skoðaðar og farið inn í Þúfuver þar sem finna má sífrera rústir og fjölskrúðugt gróðurfar.  

Menningarkvöld á Saurbæ

Ferðafélag Íslands, Bókaútgáfan Bjartur og Gunnarsstofnum hafa komið á samstarfi sín á milli í tilefni af ferð Ferðafélagsins á Rauðasand og endurútgáfu Bjarts á Svartfugli. Laugardaginn 28. júlí verður menningarkvöld í Saurbæ á Rauðasandi. Sjá nánar fréttasíðu.

Fimmvörðuháls um helgina

Nokkur sæti laus í ferð á Fimmvörðuháls um helgina. Ferðin er spennandi, landslagið fjölbreytt og félagsskapurinn góður. 

Menningarkvöld á Rauðasandi

Ferðafélag Íslands, Bókaútgáfan Bjartur og Gunnarsstofnum hafa komið á samstarfi sín á milli í tilefni af ferð Ferðafélagsins á Rauðasand og endurútgáfu Bjarts á Svartfugli. Laugardaginn 28. júlí verður menningarkvöld í Saurbæ á Rauðasandi.

Langjökull - Þórisdalur - Hveravellir - myndasería

Sex daga sumarleyfisferð FÍ meðfram jökulrönd Langjökluls frá Jaka í Geitlandi að Hveravöllum er nú lokið og fengu ferðalangar einmuna veðurblíðu alla daga. Fararstjóri í ferðinni var Auður Elva Kjartansdóttir. Sjá myndir úr ferðinni á myndasíðu FÍ, sjá hér