Fréttir

Sumarleyfisferðir í fullan gang

Sumarleyfisferðir FÍ eru nú komnar í fullan gang.  Á næstu vikum er á  2 - 3 daga fresti er lagt í 4 -8 daga sumarleyfisferðir um allt land. Óbyggðagönguferðir þar sem gist er skálum eða tjöldum.

Tvöþúsund manns við hátíðarhöld á Esjudegi Fí og SPRON - brenna í kvöld á Þverfellshorni.

Veðrið lék við þátttakendur á Ejsudegi FÍ og SPRON í dag.  Dagskráin hófst klukkan 13.00. Fjölbreytt dagsrká var í boði, Esjukapphlaup, gönguferðir á Þverfellshorn og skógargöngur. Nylon, Jóvgan, Karíus og Baktus og fleiri skemmtu gestum.  Talið er að allt tvöþúsund gestir hafa heimsótt Esjuna í dag.  Í kvöld er miðnætur og Jónsmessuganga og hefst dagskráin kl. 20.30.  Kveikt verður í brennu á Þverfellshorni um kl 23.30 í kvöld, sungnir álfasöngvar og dansað.

Íslandsmet á Heklu - 165 manns í Jónsmessugöngu FÍ

Fjölmenni tók þátt í Jónsmessugöngu FÍ á Heklu í nótt.  Alls voru 165 skráðir þátttakendur í ferðinni og er það fjölmennasti hópur sem gengið hefur á Heklu í einni göngu.  Hópurinn var á toppnum laust eftir miðnætti og komið var niður um þrjúleytið.  Páll Guðmundsson fararstjóri í ferðinni sagði að stemmingin hefði verið góð, veðrið frábært og útsýnið einstakt, ekki síst miðnætursólarroðinn.  Sjá myndir úr ferðinni

Til Heklufara FÍ - dagskrá ferðar

Góð stemming er fyrir Jónsmessugöngu FÍ á Heklu. Alls eru 165 þátttakendur skráðir í ferðina og hefur ferðinni verið lokað.  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 18 stundvíslega. Næsta stopp er við Heklusetrið við Leirubakka í Landsveit, áætlað um 19. 40.  Þar verður sjoppu og pissustopp auk þess sem þátttakendum gefst kostur á að skoða Heklusetrið í boði FÍ.   Áætlað er að vera við Skjólkvíar um kl. 20. 45 og gangan á Heklu hefjist kl. 21.00. Páll Guðmundsson er fararstjóri í ferðinni og honum til aðstoðar 8 fararstjórar og 2 leiðsögumenn.

Esjudagurinn - SPRON og FÍ - laugardaginn 23. júní

SPRON og Ferðafélag Íslands bjóða þér og fjölskyldunni að taka þátt í árlegum Esjudegi á Jónsmessunni laugardaginn 23. júní 2007 Frábær skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna. Frá kl. 13.00 – 15.00 verður boðið upp á Esjukapphlaup, Karíus og Baktus, Nylon, Jógvan, gönguferðir, hoppukastala, gos, grill og margt fleira skemmtilegt. Um kvöldið verður sannkölluð Jónsmessustemmning og verður gengið upp á Þverfellshorn. Söngur, glens og gaman og Jónsmessubrenna á toppi Esjunnar ef veður leyfir.

Brenna á Esjunni

Ferðafélagið stendur fyrir brennu á Þverfellshorni á Jónsmessunótt.  Brennan er liður í dagskrá Esjudagsins sem FÍ og SPRON standa fyrir 23. júní. Um leið og eldur verður borinn að brennu verður stiginn dans og sungnir álfasöngvar við undirspil Guðmundar Hallvarðssonar Hornstrandajarls.   Við upphaf jónsmessugöngunnar á Esjuna sem hefst kl. 20.30 mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjalla um jónsmessuna og ýmsa siði er henni fylgja og Þjóðdansafélagið mun stíga dans.  Dagskráin verður öll hin þjóðlegasta og rómantískasta þar með miðsumarnætursólargeislar munu lita himininn rauðan um miðnætti þegar kveikt verður í brennunni. FÍ stóð fyrst fyrir Esjudegi 1994 og síðan 1997 hafa FÍ og SPRON staðið saman að Esjudeginum. Dagskráin Esjudagsins er tvískipt og afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Þátttakan er ókeypis og allir velkomnir. Með bestu kveðju Ferðafélag Íslands / SPRON

Villý í beinni

Vilborg Arna Gissurardóttir starfsmaður Ferðafélagsins var í beinni útsendingu á vef - fréttamiðli mbl.is í gærdag.  Þar ræddi Villý um Esjudaginn og ýmis fleiri verkefni FÍ.  Hægt er að sjá viðtalið með því að smella hér

Eyjafjöll 23. júní - aflýst

Ferð FÍ um Eyjafjöll laugardaginn 23. júní hefur verið aflýst.

Leggjarbrjótur 17. júní - myndasyrpa

Tæplega sjötíu manns tóku þátt í gönguferð FÍ um Leggjarbrjót, frá Þingvöllum yfir í Hvalfjarðarbotn 17. júní í einmuna veðurblíðu.  Sjá myndir úr ferðinni.

Mikil stemming í fornbílaferðinni um Kóngsveginn - sjá myndir

Mikill stemming var í ferð FÍ og Fornbílaklúbbs Íslands á laugardag þegar ekið var frá Reykjavík að Laugavatni til að minnast ferðar Friðriks VIII fyrir 100 árum.  Alls tóku 95 manns þátt í ferðinni og voru 25 fornbílar í ferðinni.  Sérstakt leyfi var fengið hjá Þjóðgarðinum ti að aka niður Almannagjá. Sjá myndir úr ferðinni af vef Fornbílaklúbbsins. Myndirnar verða settar á vef FÍ í stærri upplausn á næstunni.