Fréttir

Eyjafjallajökull 6. maí - upplýsingar

Sunnudaginn 6.maí mun hópur Eyjafjallajökulsfara hittast í Mörkinni og brottför þaðan er kl. 08.00. Farið verður á einkabílum að Eyjafjallajökli með viðkomu á Hvolsvelli þar sem trússbíll tekur skíðabúnað og vistir göngumanna.  Gönguleiðin er svokölluð Skerjaleið og er aðkoman að gönguleiðinni af Þórsmerkurleið, neðan við áberandi strýtu er nefnist Grýtutindur. Fyrri hluti leiðar er upp brattar skriður og móbergsrima og seinni hlutinn liggur um allbrattan jökulinn

Myndasyrpa af Tindfjallajökli

FÍ stóð fyrir gönguferð á Ými og Ýmu í Tindfjöllum 1. maí. Þátttakendur voru um 20 í ferðinni sem gekk ágætlega í alla staði þrátt fyrir þungt færi. Snjóflóðahætta við Ými hindraði för á tindinn. Sjá myndir úr ferðinni.

Esjan í dag kl. 18.00

Gengið er á Esjuna á miðvikudögum kl. 18. Mæting 17.55 við bílastæðið við Mógilsá. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Takið með ykkur góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti. Fararstjóri er Smári Jósafatsson.

Draumalandið - last call tilboð til félagsmanna FÍ

Hafnarfjarðarleikhúsið vill bjóða Félagsmönnum Ferðafélags Íslands Last Call tilboð fyrir sýninguna laugardaginn 28 apríl, kl 20:00, tveir miðar á verði eins. Um er að ræða skemmtilegt verk eftir sögu Andra Snæs Magnasonar, bókina um Draumlandið sem slegið hefur í gegn. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 eða á midi.is.

Tindfjöll - Ýmir og Ýma - 1. maí

Ferðafélagið býður upp á gönguferð í Tindfjöll 1. maí nk. Gengið verður á Ými og Ýmu. Lagt verður af stað úr Mörkinni 6 kl. 8 á þriðjudagsmorgun. Ekið inn Fljótshlíð, upp í Tindfjöll og að neðsta skála þaðan sem gengið er á Ými og Ýmu.

Göngugleði 22. apríl

Sunnudaginn 22. apríl mættu 14 manns til göngugleðinnar. Ákveðið var að halda út á Reykjanes og ganga á stapafellið Geitahlíð (385 m) sem er suð-austan Kleifarvatns.

Gps námskeið FÍ og Artic Trucks

Ferðafélag Íslands  og Artic Trucks bjóða upp á námskeið í notkun GPS-tækis haldið af Ríkarði Sigmundssyni hjá R. Sigmundssyni ehf. Farið er í grunnatriði GPS-notkunar, s.s. stillingar tækisins, hvað beri að varast, töku vegpunkta, gerð leiða og ferla...

Sérferðir og kynning

Ferðafélag Íslands tekur að sér undirbúning og skipulag fyrir hópa í sérferðir um einstök svæði og gönguleiðir um allt land.  Félagið býður upp á kynningu á gönguleiðum til hópa og fyrirtækja. Þá er einnig hægt að fá kynningu á starfsemi FÍ ...

Jöklaferðir í maí - fullbókað á Hvannadalshnjúk

Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna en þá fara 100 manns með félaginu á hæsta tind landsins í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar. FÍ bendir á spennandi ferðir á Eyjafjallajökul laugardaginn 5. maí með Maríu Dögg og skíðaferð yfir Drangajökul með Elísabetu Sólbergsdóttur um Hvítasunnuna.

Húnaþing eystra - Árbók FÍ 2007

Árbók Ferðafélagsins 2008