Eyjafjallajökull 6. maí - upplýsingar
03.05.2007
Sunnudaginn 6.maí mun hópur Eyjafjallajökulsfara hittast í Mörkinni og brottför þaðan er kl. 08.00. Farið verður á einkabílum að Eyjafjallajökli með viðkomu á Hvolsvelli þar sem trússbíll tekur skíðabúnað og vistir göngumanna. Gönguleiðin er svokölluð Skerjaleið og er aðkoman að gönguleiðinni af Þórsmerkurleið, neðan við áberandi strýtu er nefnist Grýtutindur. Fyrri hluti leiðar er upp brattar skriður og móbergsrima og seinni hlutinn liggur um allbrattan jökulinn