Strönd og Vogar, Vatnsleysuströnd
11.05.2007
Nafnfræðifélagið í samstarfi við FÍ efnir til gönguferðar um Strönd og Voga þriðjudaginn 15. maí nk. Ætlunin er að aka að Halakoti á Vatnsleysuströnd á eigin bílum, og er mæting þar kl. 20. Gengið verður í Bieringstanga og fengin leiðsögn þar hjá Magnúsi Ágústssyni í Halakoti. Síðan er haldið áfram í Voga og Grænaborg skoðuð í leiðinni og álagasaga bæjarins sögð.