Fréttir

Jöklafararstjórar FÍ á sprungunámskeiði

Á sumardaginn fyrsta stóð Ferðafélagið fyrir jöklanámskeiði fyrir fararstjóra FÍ á Hvannadalshnjúk. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður var leiðbeinandi á námskeiðinu.  Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri FÍ á Hvannadalshnjúk og ferðanefndarmaður segir markmiðið hafa verið að efla og þjálfa fararstjórana og námskeiðið hafi verið mjög lærdómsríkt.  Sjá myndir af námskeiðinu

Helgafell og Laugavegsganga hin skemmri - sumardagurinn fyrsti

Á morgun sumardaginn fyrsta býður Ferðafélagið borgarbúum upp á tvær gönguferðir og eru þær hluti af dagskrá Höfuðborgarstofu sem nefnist Ferðalangur.   Klukkan 10 verður gengin Laugavegsganga hin skemmri, frá Mörkinni 6 og niður í Laugardag um gömlu þvottaleiðina. Fararstjóri í ferðinni er Þorgrímur Gestsson sagnfræðingur.   Klukkan 11.00 verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga.  Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson.  Mætt er á einkabílum að Kaldárseli.

Myndakvöld FÍ í kvöld - Max Schmid

Myndakvöld Ferðafélagsins er í kvöld síðasta vetrardag kl 20 í sal FÍ Mörkinni 6.  Ljósmyndarinn Max Schmid sýnir myndir úr ferðum sínum um Ísland.  Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Hvannadalshnjúksæfing 18. apríl

Æfingaprógramm FÍ fyrir þátttakendur í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnunina verður sem hér segir í apríl.  Alla sunnudaga er gengið með göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur og á miðvikudögum er gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur.  Í dag miðvikudag er gengið á Esjuna heim að Steini eða eftir stemmingu í hópnum. Lagt af stað kl. 18.00

Göngugleðin á sunnudögum

Göngugleði FÍ á sunnudögum stendur fram á vor. Þá hittast galvaskir göngufélagar við Mörkina 6 kl. 10.30 á sunnudagsmorgnum og koma sér saman um hvert skuli haldið.  Síðan er þjappað sér saman í bíla og ekið á upphafsstað gönguleiðar.  Gengið er í ca 2 - 5 klst eftir stemmingu og aðstæðum. 

Nýr myndavefur á heimasíðu FÍ

Á heimasíðu FÍ er nýtt myndakerfi þar sem hægt er að skoða myndir úr ferðum og starfi FÍ.  Smellt er á  linkinn myndir á borðanum efst á síðunni.  Félagsmenn eru hvattir til að senda myndir úr ferðum á fi@fi.is og verða myndir settar í myndabankann.  Nýjustu myndirnar eru úr göngugleði FÍ í vetur.

Ferð í Hrómyndarey

Fyrsta ferð Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu á þessu ári var farin í lok mars í Hrómundarey í Álftafirði. Um 38 manns á 12 jeppum tóku þátt í ferðinni. Við vorum heppin með veður og ferðin tókst í alla staði mjög vel...

Myndakvöld 18 apríl - Max Schmid

Næsta myndakvöld FÍ verður 18 apríl nk. Þá sýnir ljósmyndarinn Max Schmid myndir úr ferðum sínum um náttúru landsins.  Myndakvöldið hefst kl. 20.00. Allir velkomnir, aðgangseyrir kr. 600. Kaffi og með því.

Fullbókað í söguferð - nokkur sæti laus í áhugaverðar ferðir

Fullbókað er í söguferð á Vesturlandi með Sigrúnu Valbergsdóttur um miðjan maí.  Fullbókað er í 14 sumarleyfisferðir FÍ í sumar.  Vakin er athygli á nokkrum ferðum þar sem örfá sæti eru laus. no

Árbókin í prentsmiðju

Árbók FÍ 2007 er nú í prentun.  Árbókin er um Austur Húnavatnssýlsu og ritar Jón Torfason sagnfræðingur textann í  bókinni.