Fréttir

Úlfarsfell á föstudögum kl. 17.30

Ferðafélagið býður nú upp á gönguferðir á Úlfarsfell  á föstudögum í mars og apríl og á Esjuna á miðvikudögum í maí, júní og júlí.  Þessar gönguferðir eru farnar í samstarfi við FIT Pilates og verður Smári Jósafatsson íþróttafræðingur fararstjóri í ferðunum.  Gönguferðirnar í mars á Úlfarsfell eru klukkan 17.30. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Mæting er við bílastæðið suðvestan undir Úlfarsfellinu, beygt til hægri eftir að ekið hefur fram hjá Grafarholti.

Myndasýning hjá Ísalp mánudaginn 12. mars

Tveir stórviðburðir munu eiga sér stað í íslensku fjallgöngusamfélagi í marsmánuði. Ísalp (Íslenski alpaklúbburinn) heldur upp á þrjátíu ára starfsafmæli og af því tilefni mun einn fremsti fjallaklifrari heimsins, Steve House, heimsækja Ísland og halda fyrirlestur og myndasýningu um ævintýri sín.

Jeppaferð bíladeildar

Sunnudagsferð bíladeildar FÍ  í Skjaldbreiðarfjöll sunnan Langjökuls, ætluð öllum jeppum sem búnir eru til vetraraksturs .

Aðalfundur FÍ 21. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 21. mars.  Fundurinn er haldinn í sal félagsins, Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00.   Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Göngugleði 4. mars - ferðasaga

Gengið var í éljagangi og stífum mótvindi áleiðis í Múlasel í Engidal. Ein stúlka ónefnd snéri brátt við vegna klæðaleysis og ók heimleiðis, en hinir 14 héldu áfram göngu í skálann og þá var veður orðið skaplegt...

Félagsvist þriðjudaginn 13. mars

Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 13. mars.  Vistin hefst  kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu. Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur....

Kvöldganga í Elliðárdal

Næsta miðvikudagskvöld verður gönguferð í Elliðárdal og er gangan liður í æfingaprógrammi fyrir Hvannadalshnjúk sem nú stendur yfir hjá FÍ. Mæting er kl 18 á bílastæðið við gamla rafstöðvarhúsið hjá OR og verður gengið góðan hring í dalnum. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.

Aukaferðir á Hornstrandir - Baráttan við björgin og Saga, byggð og búseti

Ferðafélagið hefur nú sett upp tvær aukaferðir á Hornstrandir.  Annars vegar ferð sem nefnist Baráttan við björgin og er frá 26. júní - 2. júlí og hins vegar ferð sem nefnist Saga, byggð og búseta og er farin 29. júlí til 4. ágúst. Hornstrandaferðir FÍ í sumar eru margar uppseldar en laus sæti í Jónsmessa og jóga og Sæludagar í Hlöðuvík. Nánari lýsing á þessum ferðum er að finna undir ferðir hér á heimasíðunni.

Esjan og Úlfarsfell - gönguferðir framundan

Ferðafélagið býður nú upp á gönguferðir á Úlfarsfell á föstudögum í mars og apríl og á Esjuna / Úlfarsfell á miðvikudögum í maí og júní.  Þessar gönguferðir eru farnar í samstarfi við FIT Pilates og verður Smári Jósafatsson íþróttafræðingur fararstjóri í ferðunum.  Gönguferðirnar í mars á Úlfarsfell eru klukkan 17.30. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Göngugleði 25. febrúar, ferðasaga

Við gengum í sól og fallegu veðri upp á heiðina og nokkuð til austurs miðað við fyrri ferðir og höfðum ágæta útsýn yfir til Heklu og jökla. Það eina sem skyggði á göngugleði okkar var að jeppar höfðu ekið eftir brautinni (trúlega í skjóli nætur) svo erfitt var að fylgja sporunum og þurftum við því oft að skipta um spor !