Úlfarsfell á föstudögum kl. 17.30
09.03.2007
Ferðafélagið býður nú upp á gönguferðir á Úlfarsfell á föstudögum í mars og apríl og á Esjuna á miðvikudögum í maí, júní og júlí. Þessar gönguferðir eru farnar í samstarfi við FIT Pilates og verður Smári Jósafatsson íþróttafræðingur fararstjóri í ferðunum. Gönguferðirnar í mars á Úlfarsfell eru klukkan 17.30. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Mæting er við bílastæðið suðvestan undir Úlfarsfellinu, beygt til hægri eftir að ekið hefur fram hjá Grafarholti.