Á gönguskíðum í Landmannalaugar
10.04.2007
Ferðafélagið býður upp á gönguskíðaferð í Landmannalaugar um næstu helgi. Lagt verður af stað á föstudagsmorgni frá Mörkinni 6 kl. 8. Gengið verður í Laugar og til baka og komið heim á sunnudegi.