Ný stjórn FÍ - Sigrún Valbergsdóttir nýr varaforseti FÍ
22.03.2007
Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gærkvöldi var kosin ný stjórn félagsins. Úr stjórn félagsins gengu Valgarður Egilsson varaforseti og Leifur Þorsteinsson báðir eftir níu ára setu í stjórninni og Ásgeir Margeirsson gekk úr stjórn vegna anna á nýjum starfsvettvangi. Voru þeim færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til félagsins með störfum sínum. Nýir stjórnarmenn voru kosnir Páll Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Hákonarson og Sigríður Anna Þórðardóttir. Áfram sitja í stjórn Ólafur Örn Haraldsson, Unnur V. Ingófsdóttir, Elísabet Jóna Sólbergsdóttir, Ívar J. Arndal, Valtýr Sigurðsson og Sigrún Valbergsdóttir sem var kosin varaforseti félagsins.