Fréttir

Ný stjórn FÍ - Sigrún Valbergsdóttir nýr varaforseti FÍ

Á aðalfundi Ferðafélags Íslands í gærkvöldi var kosin ný stjórn félagsins. Úr stjórn félagsins gengu Valgarður Egilsson varaforseti og Leifur Þorsteinsson báðir eftir níu ára setu í stjórninni og Ásgeir Margeirsson gekk úr stjórn vegna anna á nýjum starfsvettvangi. Voru þeim færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til félagsins með störfum sínum.  Nýir stjórnarmenn voru kosnir Páll Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Hákonarson og Sigríður Anna Þórðardóttir. Áfram sitja í stjórn Ólafur Örn Haraldsson, Unnur V. Ingófsdóttir, Elísabet Jóna Sólbergsdóttir, Ívar J. Arndal, Valtýr Sigurðsson og Sigrún Valbergsdóttir sem var kosin varaforseti félagsins.

Þrautarganga hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs

Þrautarganga á föstudaginn langa!   Ferðafélag Fljótsdalshéraðs býður upp á spennandi göngu á föstudaginn langa 6. apríl 2007. Þrautarganga, gengið yfir Héraðssand, milli fjalla ca. 30 km. Frá Selfjóti að Fögruhlíðarfjöllum. Ferjað yfir ósinn. Krefjandi ganga. Leiðsögumaður: Björn Ingvarsson Farið frá upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum kl. 8. Verð kr. 7.500.  Lágmark 15 manns. Skráning í síma 863 5813 eða í ferdafelag@egilsstadir.is fyrir 3. apríl n.k.

Aðalfundur Ferðafélagsins

Aðalfundur Ferðafélags Íslands er haldinn í kvöld, miðvikdagskvöld kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.   Allir félagsmenn hvattir til að mæta.

Umræða um nýjan Vatnajökulsþjóðgarð

„Á Íslandi eru vissulega margir fallegir staðir sem erfitt er að gera upp á milli en ég leyfi mér þó að segja að Vatnajökull og nágrenni eru eitthvert stórfenglegasta svæði landsins. Þeir sem ekki hafa farið þangað ættu hiklaust að stefna að því að skella sér við tækifæri, “  segir Haraldur Örn Ólafsson fararstjóri hjá FÍ í viðtali við Blaðið í gær.

Páskar í Landmannalaugum og Þórsmörk

Ferðafélagið verður með skálavörslu í Þórsmörk og Landmannalaugum yfir páskana. Boðið verður upp á dagsferðir á svæðunum með fararstjóra. Miðað er við að ferðamenn komi sér á svæðið á eigin vegum. Í Þórsmörk verður möguleiki á að ferja fólk frá Merkurbæjunum ef áhugi er fyrir hendi.

Nám í ferðamálafræði í Hólaskóla

Í ferðamáladeild Hólaskóla er boðið upp á nám til BA-gráðu í ferðamálafræði þar sem áhersla er lögð á afþreyingu, náttúru og menningu. Einnig er hægt að taka eins árs nám og öðlast þá diplómagráðu í ferðamálafræði ásamt landvarðarréttindum og staðarvarðarréttindum. Möguleiki er á að taka diplómaárið í fjarnámi.

Göngugleði - ferðasaga 18. mars

Mættir voru 14 göngugarpar í göngugleði sl sunnudag, fjórir af þeim án skíða og fóru þeir í Heiðmörk og eru þar með úr sögunni. Hinir tíu héldu í Bláfjöll. Þar var þá rok og allmikill skafrenningur svo ákveðið var að aka til baka og að tillögu Ólafar Sig var ákveðið að ganga niður með Stóra Kóngsfelli og niður um Kristjánsfelli í húsið við Selvogsgötu.

Skíðaferð yfir Drangajökul í maí

Ferðafélagið býður upp á nokkrar skíðaferðir í vor og meðal annars gönguskíðaferð yfir Drangajökul 26. - 28. maí. Lýsingu á ferðinni er að finna í ferðaáætlun FÍ  S - 2 og hér á heimasíðunni undir ferðir. Fararstjórar eru Elísabet Jóna Sólbergsdóttir og Þröstur Jóhannesson og hafa þau sent frá sér ítarefni um ferðina.

Sumarleyfisferðir FÍ

Fullbókað er í 12 sumarleyfisferðir FÍ í sumar. Ágætlega er bókað í nokkrar til viðbótar en minna bókað í aðrar. Fullbókað er í 5 ferðir á Hornstrandir og nokkur sæti laus í Jónsmessu á Hornströndum og Sæludaga í Hlöðuvík, sem og í aukaferðirnar Saga, byggð og búseti og Baráttan við björgin....

Hvannadalshnjúkur - æfing - annar hluti

Hvannadalshnúkur – æfingaprógram FÍ fyrir hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk – annar hluti.   Um er að ræða 4 mánaða prógram sem miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir gönguferð á Hvannadalshnúk.  Annar hluti prógrammsins hefst á morgun miðvikudaginn 14. mars  kl. 18 með göngu á Helgafell í Hafnarfirði. Mæting við bílastæðið við Kaldársel, ekið fram hjá hesthúsunum í Hafnarfirði.