Fréttir

Árbók 2007 um Austur-Húnavatnssýslu - Örnefni og sýn yfir úthafið

Fjallað er um Austur-Húnavatnssýslu í 80. Árbók Ferðafélags Íslands sem kemur út á vordögum. “Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfi og sögu þessa héraðs. Eftir að ég flutti þaðan fyrir nær 25 árum hefur áhuginn vaxið að mun og hef í rannsóknum og skrifum einkum fengist við síðustu tvö hundruð árin” segir höfundur bókarinnar, Jón Torfason frá Torfalæk í Torfalækjarhreppi.

Göngugleði með ákafa - Sigríður Lóa Jónsdóttir stefnir á Hornstrandir og Tröllaskaga í sumar

“Ferðasumarið framundan er spennandi. Ég er strax farin að leggja drög að ferðalögum sumarins og heilar fjórar vikur verð ég úti á landi sem fararstjóri, fyrst á Hornströndum í þrjár vikur og síðan í ferð um Tröllaskagann sem er heillandi svæði til hvers konar gönguferða, en fáfarið,” segir Sigríður Lóa Jónsdóttir.

Útrás til Afríku og Grænlands

Á sumri komanda býður Ferðafélag Íslands upp á tvær útrásarferðir. Í starfi félagsins er löng hefð fyrir utanlandsferðum og í ár ber hátt ævintýraferð á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku, sem er 5.895 metrar á hæð.  Nánari upplýsingar á pdf skjali sem fylgir lýsingu ferðarinnar.

Framkvæmdir í Hrafntinnuskeri - Höskuldarskáli stækkaður

Svonefndur Höskuldarskáli, sem Ferðafélag Íslands reisti við Hrafntinnusker árið 1995, var stækkaður síðastliðið haust.  Skálinn er í 1027 m hæð og óvegur að honum fyrir aðra en gangandi menn. Velbúnum bílum er þó fær leið þangað síðsumars, en yfir sprunginn jökul þarf að fara, sem oft er varasamur vegna hálku.

Gerður Steinþórsdóttir og Höskuldur Jónsson eru meðal þeirra sem rætt er við í Fótspori á fjöllum.

Bókin Fótspor á fjöllum sló í gegn:   - Óslökkvandi ást á náttúrunni  "Fyrir þann sem hefur áhuga á ferðum og ferðalögum var það ævintýri líkast að fá að tala við þessa ferðagarpa sem miðluðu mér og lesendum bókarinnar af reynslu sinni af útilegum og slarki í marga áratugi,” segir Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður.

Ánægjulegar jeppaferðir

Innan Ferðafélags Íslands er starfandi bíladeild, sem hefur sl. tvö ár staðið sérstaklega fyrir jeppaferðum. Gísli Ólafur Pétursson leiðir starf deildarinnar og hafa verið farnar ánægjulegar jeppaferðir undir hans fararstjórn.  Jeppaferðirnar eru yfirleitt kynntar á vefsetri Ferðafélagsins og með tölvupósti, rétt eins og aðrar ferðir og uppákomur í fjölbreyttu starfi félagsins. Það sem jeppadeilin hefur á prjónunum í ár eru skipulagðar ferðir aðra helgi í hverjum mánuði, Þórsmerkurferð og sumarleyfisferð síðast í júlí sem er fyrir bíla af öllum stærðum og gerðum.

Esjan er vinsæl

Um 10 þúsund manns skrifuðu á síðasta ári nafn sitt í gestabók Ferðafélags Ísland sem er í geymd í sérstöku hólfi í útsýnisskífu félagsins á Þverfellshorni Esjunnar. Esjugöngur njóta vaxandi vinsælda og margir ganga reglulega á fjallið.  Síðustu ár hefur Ferðafélagið unnið að uppbyggingu í Esjuhlíðum með stuðningi SPRON. Síðasta sumar stofnuðu þessir aðilar svo með sér Esjuklúbb en með honum er ætlunin að setja meiri þunga í málið

Einar ráðinn umsjónarmaður

Einar Brynjólfsson rafvirki í Götu í Holtum í Rangárþingi ytra hefur verið ráðinn umsjónarmaður með skálum Ferðafélags Íslands. Einar hefur lengi tengst starfi FÍ og víða lagt hönd á plóg. Með ráðningu Einars vænta stjórnendur FÍ hins vegar að umsjón með skálunum og öll þjónusta komst í betri farveg, en verið hefur til þessa.

Ferðaáætlun Ferðafélagsins 2007

Fjölbreytnin er allsráðandi í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands sem kom út í síðustu viku. Má þar nefna dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og jeppaferðir svo eitthvað sé nefnt – og landið allt er undir.  Vinsældir ferða um landið aukast sífellt. Ferðalög eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur og góð hvíld frá amstri dagsins.