Krossá komin heim
06.06.2007
Krossá er nú komin heim í Langadal eftir að hafa farið villur vega um Krossáraura í vetur. Unnið hefur verið að því í vikunni að breyta árfarvegi Krossár og beina henni að ný undir göngubrúnna neðan við Langadal en þann farveg yfirgaf áin í vetur og þar með stóð brúin munaðarlaus eftir. Ferðamenn eru nú mættir í Þórsmörk og göngumenn voru í vandræðum með að komast yfir Krossá.