Fréttir

Jónsmessuganga FÍ á Heklu

Jónsmessuganga FÍ á Heklu verður föstudaginn 22. júní.  Góð stemming er fyrir ferðinni og þegar hafa 100 manns skráð sig í ferðina. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.  Ekið er sem leið liggur upp Landsveit, ekinn Landmannavegur ( ekið er fram hjá Búrfelli á vinstri hönd beygt þar sem ekið er upp í Dómadal) og að Skjólkvíum þaðan sem gangan hefst. Áæltað er að gangan hefjist kl. 20.30 og komið verði á topp Heklu laust eftir miðnætti.  Áætlað er að komið verði niður að bílastæði á milli 02 - 03 og til Reykjavíkur tveimur tímum síðar eða um kl 5 að morgni. Boðið er upp á far með rútu og kostar ferðin þá kr. 3000 fyrir ferðaféalgsfólk en 5000 fyrir aðra. Einnig getur fólk ekið á einkabílum og kostar ferðin þá kr. 2000. Fararstjóri er Páll Guðmundsson Leiðsögn Sveinn Sigurjónsson bóndi á Galtalæk II Jóhann Thorarensen jarðfræðingur hjá Landgræðslunni.  

Ungfrú Rauðisandur.is

Ævintýraferð í lok júlí um Rauðasand með gönguferðum, kajaksiglingu, sjóstangaveiði, grillveislu og kaffikvöldi.  Fjögurra daga ferð þar sem fararstjórinn ungfrú Rauðisandur.is leiðir þátttakendur um frægar slóðir, meðal annars um Sjöunduá, Stálfjall, Rauðasand, Hlein, Skor og Melanesi,  Selárdal, Uppsali, Látrabjarg og fleiri staði.

Fréttapóstur FÍ 13. júní

Kóngsvegur í fornbílum, Fimmvörðuháls um helgina, Leggjarbrjótur 17. júní, jónsmessuganga á Heklu, Esjudagur og miðnæturstemming á Þverfellshorni, Ungfrú Rauðasandur.is, Arnarvatnsheiði og Sæludagar í Hlöðuvík.

Spennandi dagsferðir framundan hjá FÍ

Kóngsvegurinn í fornbílum, Leggjarbrjótur, miðnæturganga undir Eyjafjöllum, Jónsmessuganga á Heklu,  Jónsmessu og miðnæturstemmning í Esjunni og Esjudagurinn, Langisjór, Breiðbakur og Fögrufjöll og sigling niður Brúará og Hvítá er á meðal spennandi dagsferða sem framundan eru hjá Ferðafélaginu.  Lýsing á þessum ferðum er að finna undir ferðir hér á heimasíðunni.  Nauðsynlegt er að bóka sig í dagsferðirnar þar sem takmarkað sætapláss er í mörgum ferðanna.

Náttúrusvæði í Langadal í Þórsmörk

Pokasjóður verslunarinnar styrkti Ferðafélag Íslands á dögunum til uppbyggingar í Þórsmörk og verður lögð áhersla á að byggja Langadal upp sem náttúrusvæði. Ferðafélagið Íslands kom upp vísi að náttúrusetri í Þórsmörk sumarið 2004, meðal annars með fræðsluskiltum um dýralíf og gróðurfari.

Fyrsti vinningshafi sumarsins í Esjuhappdrættinu

Fyrsti vinningshafinn í Esjuhappdrættinu hefur nú verið dreginn út úr hópi hópi þeirra sem skrifa nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni.  Arnar Páll Hauksson datt í lukkupottinn og hlaut í verðlaun veglega gönguskó frá Íslensku ölpunum.   Á myndinni sést Arnar Páll taka við vinningsgjafabéfinu frá Jónu Ann almannatenglsafulltrúa SPRON og Páli Guðmundssyni hjá FÍ.

Skálaverðir mættir í Landmannalaugar og Langadal í Þórsmörk

Skálaverðir eru nú mættir til starfa í skála FÍ í Landmannalaugum og Þórsmörk.  Skálaverðir í skála FÍ á Laugaveginum þe Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur, sem og í Nýjadal mæta til starfa þegar vegir opna.  Að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmdastjóra FÍ er töluvert um að illa búnir ferðamenn ætli að leggja í göngu um Laugaveginn nú í upphafi sumars en Laugavegurinn er bæði blautur og þungur um þessar mundir og snjór á Torfajökulssvæðinu.  Þá sé enn allra veðra von og ekki skynsamlegt fyrir ferðamenn að vera einir á ferðinni á þessu svæði, ekki síst þegar skálar FÍ eru lokaðir.

Kóngsvegur í fornbílum - Þingvellir - Laugarvatn

Ferðafélagið og Fornbílaklúlbbur Íslands standa fyrir ferð 16. júní þar sem ferðast verður í fornbílum um kóngsveginn svonefnda í minningu þess að 100 ár eru nú liðin frá komu Friðriks VIII.  Lagt verður upp í ferðina frá höfðuðstöðvum FÍ Mörkinni 6 kl. 9 að laugardagsmorgni.  Ekið verður til Þingvalla og Laugarvatns og stansað á nokkrum stöðum og heimsóknin rifjuð upp í sögum og ljóðum. Ólafur Örn Haraldsson er fararstjóri í ferðinni og Sigurður G. Tómasson sér um leiðsögn.  Bóka þarf í ferðina fyrirfram.

Ferðasaga af Hvannadalshnjúk

Það var komin föstudagur og ákvörðun Ferðafélagsins  hvenær lagt yrði af stað á jökulinn var ekki komin 100%.   Klukkan 14:30 hringdi Palli í mig og sagði að ákvörðun hefði verið tekin ... leggja átti af stað kl 5:00 á laugardagsmorguninn (eftir 13 klst).  Ég hafði aldrei gengið á Vatnajökul hvað þá á hæsta tind Íslands.  Ég er kominn í þokkalegt form, en vigtin hefði mátt vera nær 100 kg (munar 11 kg).            

Marta gengur yfir Grænlandsjökul

Miðvikudagur var þungur fyrir hundana og eftir 25 km gáfust þeir upp. Við höfum nú gengið u.þ.b. 60 km í djúpum snjó og ég vona innilega að færið fari að lagast. Það eru tæpir 100 km eftir að toppi skriðjökulsins. Við sem ætluðum að hespa því af á þremur dögum en það er víst náttúran sem ræður en ekki við mannfólkið. Veðrið í dag var sól - regn - snjókoma - þoka - rok. Kristian Gab. var frábær fremst með staðsetningartækið í djúúúúpum snjó.