Jónsmessuganga FÍ á Heklu
18.06.2007
Jónsmessuganga FÍ á Heklu verður föstudaginn 22. júní. Góð stemming er fyrir ferðinni og þegar hafa 100 manns skráð sig í ferðina. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 18. Ekið er sem leið liggur upp Landsveit, ekinn Landmannavegur ( ekið er fram hjá Búrfelli á vinstri hönd beygt þar sem ekið er upp í Dómadal) og að Skjólkvíum þaðan sem gangan hefst.
Áæltað er að gangan hefjist kl. 20.30 og komið verði á topp Heklu laust eftir miðnætti. Áætlað er að komið verði niður að bílastæði á milli 02 - 03 og til Reykjavíkur tveimur tímum síðar eða um kl 5 að morgni.
Boðið er upp á far með rútu og kostar ferðin þá kr. 3000 fyrir ferðaféalgsfólk en 5000 fyrir aðra. Einnig getur fólk ekið á einkabílum og kostar ferðin þá kr. 2000.
Fararstjóri er Páll Guðmundsson Leiðsögn Sveinn Sigurjónsson bóndi á Galtalæk II Jóhann Thorarensen jarðfræðingur hjá Landgræðslunni.