Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00. Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi
Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00. Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi.
Á föstudaginn næst komandi mun skrifstofa okkar í Mörkinni 6 vera lokuð. Við bendum á síma: 893-1191 í Þórsmörk og 854-1192 í Landmannalaugar fyrir skálabókanir.
Um síðast liðna helgi héldu 40 manns á vegum Ferðafélagsins á vit fossana í Djúpárdal með fararstjórunum Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Rósu Jónsdóttur. Þessar slóðir eru fáfarnar af ferðamönnum en það eru helst heimamenn sem þarna ferðast um í leit að fé á haustin.
Myndir úr ferð FÍ Fossarnir í Djúpárdal með Páli Ásgeiri Ásgeirssyni
Örfá sæti eru laus í ferðina: Sæludagar í Svarfaðardal með Kristjáni Hjartarsyni í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn. Svarfaðardalur er paradís umlukin tignarlegum fjöllum Tröllaskagans.
Við höfum nú fengið í hús nýtt gönguleiða rit: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson. Allar leiðirnar í ritinu eiga það sameiginlegt að byrja í botni Hvalfjarðar þ.e. annað hvort í Brynjudal eða Botnsdal.
Trex-Hópferðamiðstöðin í samvinnu við Ferðafélag Íslands efnir til spennandi gönguferðar á slóðum norrænnar byggðar á Grænlandi 20. - 27. júlí næstkomandi undir leiðsögn Jóns Viðar Sigurðssonar.
Fjórtán konur lögðu upp í Laugavegsgöngu síðastliðinn fimmtudag og komu til byggða í gær. Að sögn Helgu Garðarsdóttur fararstjóra var frábær stemning í ferðinni og gengu þær mest alla leiðina í rjómablíðu.