Félagsvist FÍ 16. október
03.10.2007
Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Í vetur verður spilað þriðjudagana 16.okt., 20.nóv., 15. jan., 19. feb. og 18.mars. Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 16. október. Vistin hefst kl: 19:30. Spilað verður í Mörkinni 6 í risinu. Hámark þátttakenda er 52. Fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur. Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins. Þátttökugjald er 600 kr. Bannað er að stökkva upp á nef sér, þótt samherja verði á í spilamennskunni.