Fréttir

Félagsvist FÍ 16. október

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Í vetur verður spilað þriðjudagana 16.okt., 20.nóv., 15. jan., 19. feb. og 18.mars.  Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 16. október.  Vistin hefst  kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu.  Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra.  Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.  Þátttökugjald er 600 kr.  Bannað er að stökkva upp á nef sér, þótt samherja verði á í spilamennskunni.  

Göngugleði 30. september - ferðasaga

Ekið var í þoku og dumbungi austur Nesjavallaveg og staðnæmst við Borgarhóla. Ákveðið var að halda þangað þó nokkuð væri dimmt yfir.  Samkvæmt veðurspá átti að létta til er liði á daginn og gekk það eftir....,

Haustganga Hornstrandafara FÍ

Hin árlega haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin laugardaginn 13. október. Allir velkomir. Sjá nánari dagskrá: Myndin er úr einni af Hornstrandaferðum FÍ.

Myndakvöld 10. október

Fyrsta myndakvöld FÍ eftir sumarið verður miðvikudaginn 10. október.  Þá sýna Gerður Steinþórsdóttir og Leifur Þorsteinsson myndir úr fórum sínum.  Gerður sýnir myndir úr ferð sem farin var í Kringilsárrana fyrir rúmum 50 árum og meðal annars stutta kvikmynd úr ferðinni og kynnir ferðadagbók úr ferðinni og Leifur sýnir myndir úr botni Hvalfjarðar og kynnir nýtt fræðslurit FÍ um gönguleiðir á svæðinu. Aðgangseyrir er sem fyrr kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti.

Hvítárnes - endurbætur á skálanum

Nú stendur yfir undirbúningsvinna að endurbótum og lagfæringum á elsta skála FÍ, sæluhúsinu í Hvítárnesi. Skálinn liggur undir skemmdum og verður endurbættur frá grunni en lögð áhersla á að varðveita sérstöðu skálans og er það gert í samráði við húsafriðnunarnefnd.

Skálamyndir af Laugaveginum

Nú má finna nýjar myndir af skálum FÍ á heimasíðunni. Myndirnar sýna skálana og aðstöðu bæði innan skálanna og næsta umhverfi. Myndirnar tók Árni Tryggvason, hönnuður hjá FÍ. Sjá myndir af skálum á Laugaveginum

Fræðslurit FÍ nr 14 - Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

í sumar kom út fræðslurit FÍ, Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar og er það 14. í röð fræðslurita FÍ.  Í ritinu er lýsingar á gönguleiðum um stórbrotið landsvæði  þar sem fjöll og fossar, skógur og kjarr, jöklar og sandar, koma oft fyrir augum samtímis. Fræðsluritið fæst á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 en verður fáanlegt í öllum helstu bókabúðum á næstunni.

Göngugleði á sunnudögum

Sl sunnudag fóru göngugarpar í skemmtilega gönguferð í frábæru veðri.  Fyrst var ekið að Vatnsskarði. Þar var ökutækið yfirgefið og haldið í átt að Fjallinu - eina. Gengið var um Dyngjuhraun að norðurenda fellsins.  Í leiðinni var stansað við gíghrúguld nokkur þar sem efnistaka hefur lengi farið fram en er nú hætt....

Breyttur opnunartími á skrifstofu FÍ

Frá 1. september verður skrifstofa FÍ opinn frá kl 12.00 - 17.00.

Göngugleði á sunnudögum

Göngugleðin og Haustgangan Ágætu ferðaféalgar og Hornstrandafarar FÍ  !  Þá eru flestir komnir til byggða eftir ferðalög sumarsins og ekki seinna vænna en að reima aftur á sig gönguskóna því við erum farin að huga að gönguferðum haustsins. Við munum hefja Göngugleðina sunnudaginn 2. september