Fréttir

Myndir úr sögu FÍ

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ eru birtar myndir úr sögu félagsins fram að afmælisdeginum 27. nóvember nk.  Sjá myndir hér á myndabanka FÍ á heimasíðunni.

Haust- og vetrarferðir

Ferðafélagið mun í haust og vetur bjóða upp á helgarferðir í skála með gönguferðum í næsta umhverfi skálanna. Fyrir áramót er boðið uppá ferð í Hlöðvelli og í Þórsmörk. Farið er á breyttum fjallajeppum, spennandi fjallgöngur, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvökur. Ef aðstæður leyfa verða gönguskíðin tekin með og þrammað á skíðum. Sjá nánar undir ferðir.  Eftir áramót er boðið upp á ferðir í Landmannalaugar, Hvítárnes og Þverbrekknamúla.

Skjaldbreiður í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar

Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar býður FÍ upp á gönguferð á Skjaldbreið laugardaginn 17. nóvember. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8.30 með rútu. Fræðimaður um líf og ljóð Jónasar verður með í för.Pétur Þorleifsson verður með í för og segir frá öllum örnefnum sem sjást en þetta verður 27. ganga Péturs á Skjaldbreið. Verð kr. 2000/3000Takið með ykkur nesti og góðan útbúnað. Fararstjórar Páll Ásgeir  Ásgeirsson og Páll Guðmundsson

Lokahóf FÍ

Lokahóf FÍ var haldið í sal félagsins í Mörkinni. Fararstjórar, skálaverðir, sjálfboðaliðar, heiðursfélagar, stjórnarmenn, nefndarmenn, starfsmenn og fleiri, alls um 140 manns, áttu saman góða kvöldstund. Veislan veitingaþjónusta sem sér um rekstur FÍ salarins sá um veitingarnar. Sjá myndir

Myndagetraun II

Myndagetraun FÍ í tilefni af 80 ára afmæli félagsins hefur mælst vel fyrir. Ný myndaþraut verður hér á heimasíðunni í hverri viku fram að afmælisdeginum 27. nóvember nk. Svör við hverri þraut skulu send á netfangið fi@fi.is. Vegleg ferðaverðlaun eru veitt fyrir rétt svar.

Landmannalaugar loka í dag

Skálavörður FÍ í Landmannalaugum heldur heim til byggða í dag. Skálanum verður þá lokað og vatn tekið af svæðinu. Ferðafélagið mun hafa skálavörð með fasta viðveru í Landmannalaugum í vetur og tekur hann til starfa 1. febrúar nk og verður vetrargæsla í Laugum í þjrá mánuði og boðið upp á heitt og kalt vatn, sturtur og vatnssalerni.  Öllum skálum FÍ á hálendinu hefur nú verið lokað en hægt að nálgast lykla á skrifstofu. Nýidalur er þó opinn til reynslu  nú í upphafi vetrar og eru ferðamenn hvattir til að ganga vel um skálann.

Göngugleði á sunnudögum

Göngugleði FÍ er alla sunnudaga og lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30.  Ekið er í einkabílum að upphafsstað göngu og gengið í ca 3 - 6 klst eftir aðstæðum.  Þátttaka er göngugleðinni er ókeypis og allir velkomnir.  Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað, bakpoka og hlífðarfatnað.

Póstkassar og gestabækur á Esjuna

Ferðafélagið hefur um árabil verið með gestabók á Þverfellshorni á Esjunni. Gestabókin hefur verið geymd í útsýnisskífu FÍ í sérstökum hólki. Nú hefur FÍ komið fyrir tveimur póstkössum með gestabókum í Esjunni, annan við útsýnisskífuna á Þverfellshorni og hinn við ,,Steininn" en fjölmargir ganga að steininum og snúa þar við. FÍ og SRPON hafa staðið fyrir Esjuhappdrætti undanfarin sumur þar sem allir sem skrifað hafa nafn sitt í gestabókina hafa verið með í happdrættinu.

Gamlar myndir af hremmingum ferðamanna í Krossá

Í Skagfjörðsskála í Þórsmörk er myndaalbúm með fjölda mynda sem sýna jeppa og rútur í vandræðum í Merkuránum. Nokkrar myndir voru teknar í bæinn fyrir skömmu og skannaðar og eru nú settar hér á heimasíðu FÍ.  Myndirnar sýna að það er aldrei of varlega farið í ám og vötnum og auðvelt að festa sig og lenda í vandræðum.  Að sama skapi er yfirleitt hægt að finna gott vað og komast áfallalaust yfir ár, ef sýnd er aðgæsla, varfærni og þolinmæði. Sjá myndir á myndabanka FÍ

Ljósmyndagetraun FÍ

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ sem haldið verður hátíðlegt 27. nóvember nk verður hér á heimasíðu FÍ ljósmyndagetraun þar sem sýndar verða nokkrar myndir úr sögu félagsins. Spurt er hvaðan er myndin, hvenær var hún tekin og hverjir eru á myndinni. Ný myndaþraut verður í hverri viku fram að afmæli. Svör við hverri myndaþraut skulu send á netfangið fi@fi.is