Valgarður Egilsson hefur lesið inn á geisladisk ljóðabók sína Á mörkum, og er diskurinn nýkominn út og ber sama heiti, Á mörkum. Eru á diskinum öll ljóð bókarinnar, þrjátíu og eitt að tölu.Ljóðabókin Á mörkum kom út síðastliðið vor hjá JPV Forlagi og hefur fengið góðar viðtökur. Þetta er þriðja ljóðabók Valgarðs. Árið 1988 kom út ljóðabókin Dúnhárs kvæði. En 1984 voru gefnar út Ferjuþulur, Rím við bláa strönd, en það voru tuttugu þulur og sögðu frá siglingu Akraborgarinnar. Ferjuþulurnar setti Alþýðuleikhúsið á svið á sínum tíma.