Fréttir

Félagsvist FÍ 20. nóvember

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 20.nóvember.  Vistin hefst  kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu. 

Helgarferðir í Þórsmörk og á Hlöðuvelli

Göngugarpar á Skjaldbreið 17. nóvember. Framundan eru helgarferðir á Hlöðuvellir og aðventuferð í Þórsmörk. 80 ára afmæli FÍ er 27. nóvember og er félagsmönnum boðið í afmæliskaffi, pönnukökur og flatkökur.

Fjallið Skjaldbreiður

Um sextíu göngugarpar tóku þátt í afmælisferð FÍ á Skjaldbreið.  Veður var ágætt að morgni þegar lagt var af stað en versnaði eftir gangan var hafin og var orðið heldur slæmt þegar upp á Skjaldbreið var komið.  Sjá myndir úr ferðinni.

FÍ fréttir 17. nóvember

Fréttapóstur frá FÍ 17. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins á heimasíðunni og fá þá relgulegar fréttir af ferðum, félagslífi og starfi félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins á afmælisdeginum. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir

Góð þátttaka á Skjaldbreið

Allt stefnir í góða þátttöku í ferð FÍ á Skjaldbreið nk laugardag í tiefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar.  Þegar hafa um 30 þátttakendur skráð sig í ferðina.  Veðurspá er mjög góð og því kjörið að vera með í skemmtilegri ferð. Skráning er á skrifsofu FÍ.

Nýjar myndir á myndabankanum

Nú er að finna nýjar myndir úr ferðum FÍ yfir Fimmvörðuháls og frá Laugaveginum.  Þessar myndir voru teknar í ferðum í sumar á þessum vinsælustu gönguleiðum landsins.

Á mörkum - Valgarður Egilsson

Valgarður Egilsson hefur lesið inn á geisladisk ljóðabók sína  Á mörkum, og er diskurinn  nýkominn út  og ber sama heiti, Á mörkum. Eru á diskinum öll ljóð bókarinnar, þrjátíu og eitt að tölu.Ljóðabókin  Á mörkum kom út síðastliðið vor hjá JPV Forlagi og hefur fengið góðar viðtökur. Þetta er þriðja ljóðabók Valgarðs. Árið 1988 kom út ljóðabókin Dúnhárs kvæði. En 1984 voru gefnar út Ferjuþulur, Rím við bláa strönd, en það voru tuttugu þulur og sögðu frá siglingu Akraborgarinnar. Ferjuþulurnar setti Alþýðuleikhúsið á svið á sínum tíma.

FÍ fréttir

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands 7. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins hér á heimasíðunni og fá relgulegar fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Látrabjarg Rauðisandur myndir

Í myndabanka FÍ hér á heimasíðunni er nú að finna myndir úr ferð FÍ Látrabjarg og Rauðasand með Gísla Má Gíslasyni fararstjóra sem á myndinni sést messa yfir þátttakendum . Sjá myndir úr ferðinni