Fréttir

Skiptimarkaður á heimasíðu FÍ

Nú hefur verið opnaður skiptimarkaður á heimasíðu FÍ á notuðum útivistarbúnaði.  Markmið skiptimarkaðar á vef Ferðafélags Íslands er að skapa vettvang viðskipta með notaðan útivistarbúnað. Þannig gefst fleirum kostur á að stunda útiveru og fjallamennsku án þess miklu þurfi að kosta til. 

GPS námskeið 26. febrúar

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk 26. febrúar nk. Haraldur Örn Ólafsson fer yfir helstu atriði í noktun gps.  Skráning á skrifstofu FÍ.

Fjallakvöld 19. febrúar

Næsta Fjallakvöld FÍ er fimmtudaginn 19. febrúar.  Á Fjallakvöldum er tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla um ferðir og búnað, bækur og skiptast á upplýsingum.  Sérfræðingar, bæði fararstjórar og búnaðarfíklar mæta og miðla af reynslu sinni.  Þátttaka á Fjallakvöld FÍ er ókeypis og er boðið upp á fjallakakó.

Laugavegurinn í máli og myndum - næsta myndakvöld

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 18. febrúar.  Þá verður fjallað um Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins.  Farið verður yfir gönguleiðina, náttúru, jarðfræði og sögu, örnefni, útúrdúra, skála, aðstöðu og þjónustu og ekki síst verður sungið slegið upp dæmigerðri stemmingu á kvöldvökum í Laugavegsferðum.  

Skiptimarkaður FÍ r

Skiptimarkaður FÍ - skíðabúnaður til sölu / óskast keyptur,  Skiptimarkaðskerfi FÍ opnar á heimasíðunni á morgun föstudag. Þá setja kaupendur/seljendur sjálfir inn auglýsingu á vefinn. Sjá auglýsingar, sjá nánar.   TAKK TAKK Thelma  

Snjóflóðanámskeiði aflýst

Vegna lítillar þátttöku hefur snjóflóðanámskeiði FÍ sem vera átti í kvöld verið frestað.

FÍ - Der Islandische Wanderverein

Willkommen auf der Homepage des FÍ! Hier finden Sie Informationen zu geführten Touren in Island sowie den Hütten des FÍ und den beliebtesten Wanderwegen.

Skíðaganga yfir Mosfellsheiði - ferðasaga

Ferðafélag Íslands efndi til skíðagöngu þvert yfir Mosfellsheiði sunnudaginn 8. febrúar. Rúta flutti farþega á Mosfellsheiði og beið þeirra svo við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Veður var undurfagurt, logn og sólskin nær allan tímann. Snjór reyndist nægur að mestu þótt litlu mætti muna á svæði rétt norðan við Litlu kaffistofuna.  

Hvannadalshnúkur - æfingaprógram

Ferðafélagið stendur fyrir ferð á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna.  Ferðir FÍ á Hvannadalshnúk á þessum tíma hafa notið mikilla vinsælda og hafa þátttakendur verið um og yfir 100.  Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir göngu á Hnúkinn því hér er um að ræða eina lengstu samfelldu göngu á einum degi sem boðið er upp á og getur gangan tekið allt að 14 - 16 klst.

Göngugleði Fí á sunnudögum

Alla sunnudaga í vetur er farið í gönguferð í nágrenni Reykjavíkur. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30 og er þá safnast í bíla og ekið að upphafsstað göngu.  Gönguferðin er yfirleitt 3 - 5 klst og gott að taka með sér nesti og heitt á brúsa...