Ferðafélag Íslands stendur fyrir kvöldgöngum á Esjuna ,,Æfing í Esju á fimmtudögum. Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18. Gert er ráð fyrir að ganga taki 2 3 klst. Mikilvægt er að hafa góðan búnað, þe góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga og nú á þessum árstíma að hafa með sér höfuðljós.
Fararstjóri í fyrstu ferðinni fimmtudaginn 5. mars verður Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.