Fréttir

Skiptimarkaður FÍ - til sölu/óskast keypt

Skiptimarkaður FÍ opnar hér á heimasíðunni á næstu dögum.  Um verður að ræða kerfi þar sem kaupendur/seljendur á notuðum skíðabúnaði skrá sjálfir inn auglýsingu og gefa upp nafn og síma og síðan munu viðskptin eiga sér stað milliliaðalaust.  Vegna fjölda fyrirspurna eru þó hér birtar auglýsingar sem þegar hafa borist.

Skíðaferð yfir Mosfellsheiði.

Ferðafélag Íslands efnir til gönguskíðaferðar þvert yfir Mosfellsheiði á sunnudag. Brottför úr Mörkinni 6 kl. 1030 á sunnudagsmorgun 8. febrúar. Þaðan flytur rúta skíðamenn upp á Mosfellsheiði en þaðan verður gengið til suðurs þvert yfir heiðina og endað við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni. Þar bíður rútan og flytur hópinn til baka aftur. Vegalengd 16 km og gangan tekur líklega fjóra tíma. Hafið með ykkur kakó á brúsa og nesti og góða ferðaskapið. Hentar öllum sem vanir eru að ganga á skíðum. Í lengra lagi fyrir byrjendur.

Skiptimarkaður - notaðar skíðavörur

Ferðafélag Íslands stendur nú fyrir skiptimarkaði á notuðum skíðavörum þar sem hægt er að skipta, kaupa og selja notaðar skíðavörur.  Sikiptmarkaðurinn fær sérstakt svæði á heimasíðu FÍ sem opnar á næstu dögum. Fram að því þarf að senda inn tölvupóst á fi@fi.is þar sem skiðabúanður er kynntur til sölu eða óskað er eftir kaupum á búnaði.  Gefið er upp nafn og símanúmer og síðan munu skiptin eiga sér stað milliliðalaust.

Námskeið um skíðagöngu nk. fimmtudagskvöld

FÍ og Skíðagöngufélagið Ullur standa fyrir gönguskíðanámskeiði fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.  Á námskeiðinu verður farið yfir það helsta er varðar búnað, fatnað, áburð, skíðasvæði ofl. Kærkomið tækifæri til að læra það helsta um gönguskíði, búnað, tækni og fleira. Á kvöldinu verður jafnframt boðið upp á skiptimarkað á búnaði, sem og sölu á notuðum skíðabúanaði á góðu verði. Þátttaka á námskeiðið er ókeypis, allir velkomnir.

Fjölbreytt námskeið hjá FÍ í vetur

Ferðafélagið býður upp á fjölbreytt námskeið í vetur er tengjast fjallamennsku, útiveru og ferðamennsku og má þar nefna meðal annars: gps, jöklaöryggisnámskeið, vaðnámskeið, fjallamennsku 1, snjóflóðafræðslu og skyndihjálparnámskeiði.  Nánar um námskeið undir ferðadagskrá hér á heimasíðunni.

Skiptimarkaður FÍ á notuðum skíðabúnaði

Ferðafélagið stendur nú fyrir skiptimarkaði á notuðum skíðabúnaði.  Þar er hægt að selja notaðan skíðabúnað á góðu verði.  Búnaðurinn er auglýstur á heimasíðu FÍ.  Þeir sem vilja nýta sér þetta tækifæri senda inn lýsingu á fi@fi.is á því sem þeir ætla að selja og gefa upp nafn og símanúmer og síðan munu viðskiptin eiga sér stað milliliðalaust.  Á gönguskíðanámskeiði FÍ nk. fimmtudagskvöld er tilvalið að mæta með notaðan skíðabúanað og selja en á fimmtudaginn verður skiptimarkaðurinn opnaður á heimasíðu FÍ.

Fjallaskóli FÍ og ungmennaverkefni - Ferðaáætlun FÍ 2009

„...okkur er mikið kappsmál að ná til unga fólksins. Höfum því ákveðið að fara af stað í sumar með ungmennaverkefni með ýmiskonar fræðslu og ferðalögum og væntum mikils af því,“ segir Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.

Óþrjótandi ævintýraleiðir - Ferðaáætlun FÍ 2009

„Sérstaklega er gaman að hugsa til fjölskylduferða í Þórsmörk undir samheitinu María María. Fjallatindarnir fimm eru nýmæli. Það verður gaman að fylgjast með þeim sem spreyta sig á þessum fjöllum,“ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar FÍ í tilefni af útgáfu Ferðaáætlunar FÍ 2009.

Barnavagnavika FÍ og fjölbreytt námskeið - Ferðaáætlun FÍ 2009

Um miðjan maí verður á dagskrá Ferðafélags Íslands svonefnd barnavagnavika. ,,Með þeim er ætlunin að gefa ungu fólki með ungabörn í vagni tækifæri á að sýna sig og sjá aðra í skemmtilegum gönguferðum,"segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.  

Fimm fjöll á einni viku - morgungöngur FÍ - Ferðaáætlun FÍ 2009

Morgungöngur í maí hafa unnið sér fastan sess í starfi Ferðafélags Íslands. ,,Þær verða á dagskrá dagana 4. til 8. maí.," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson sem er fararstjóri í morgungöngunum ásamt konu sinni Rósu Sigrúnu Jónsdóttur.