Fréttir

Fjallakvöld FÍ

Fimmtudagur 22. janúar kl. 20Ferðafélagar, fjallafólk og útivistaráhugamenn hittast og spjalla um ferðir, leiðir, búnað, myndir, bækur og fleira er tengist ferða-  og fjallamennsku. Sérfræðingar og reynslumiklir ferðamenn mæta  til skrafs og ráðagerða. Kaffi og fjallakakó á könnunni.  

Myndakvöld 21. janúar

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 21. janúar kl 20.  Þá sýna Ína D. Gísladóttir formaður Ferðafélags fjarðarmanna og Pétur Þorleifsson fjallamaður Íslands myndir.  Pétur sýnir myndir frá Vestmannaeyjum sem teknar voru 1966 og Ína sýnir myndir að austan og segir frá starfi og ferðum félagsins.  Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti og allir velkomnir.

Ferðaáætlun FÍ 2009

Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út  föstudaginn 23. janúar og er dreift til félagsmanna FÍ ásamt fréttabréfi. Þá er Ferðaáætluninni einnig dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 31. janúar. 

Fréttapóstur FÍ 20. janúar

Fréttapóstur frá FÍ 20. janúar.  Fréttapóstur FÍ er sendur út reglulega með fréttum af ferðum og félagsstarfi.  Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasíðunni.

Skíðagöngunámskeið í Bláfjöllum

Skíðagöngufélagið Ullur og Skíðasamband Íslands standa fyrir Skíðagöngunámskeiði í Bláfjöllum.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka hæfni sýna á gönguskíðum. Farið verður í undirstöðuatriði skíðagöngunnar, meðferð skíðabúnaðar auk þess að skautaskrefið verður tekið lítillega fyrir.  Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá aflátt á námskeiðið.

Ársfundur Hornstrandafara F.Í.

Ágætu  Hornstrandafarar !! Ársfundur Hornstrandafara 2009 verður haldinn laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 í Mörkini 6 stóra salnum niðri.

Borgarganga um gamla vesturbæinn

Borgarganga Ferðafélags Íslands og Hornstrandafara FÍ er  að þessu sinni um gamla vesturbæinn í Reykjavík.

Göngugleði - ferðasaga 28. des

Við lögðum bílnum skammt frá kirkjunni í Brautarholti á Kjalarnesi og héldum í áttina að Presthúsatöngum en þar ganga reisulegir drangar út í sjó.  Síðan gengum við með ströndinni í átt að Nesvík og tókum kaff eftir rúml. klukkustundar göngu. Áfram héldum við með ströndinni framhjá gömlum rústum og að Borgarvík. Þar beygðum við í áttina að Brautarholtsborg, gengum á hana (47 m !) og síðan í áttina að bílnum.

Skráðu þig inn - drífðu þig út

Fjölmargir virðast hafa strengt það áramótaheit að ætla að ganga í Ferðafélagið.  Fyrstu daga ársins hefur verið góð skráning nýrra félagsmanna í félagið.  Fátt er betra en að stunda heilbrigða útivist og fjallamennsku og er er þátttaka í Ferðafélaginu kjörin til þess. Félagsmennn í Ferðafélagi Íslands geta tekið þátt í fjölbreyttri ferðadagskrá félagsins, tekið þátt í námskeiðum og félagsstarfi FÍ, fá árbók félagsins innifalda í árgjaldi, fá afslátt í skála og ferðir FÍ sem og afslátt í fjölda útivistarverslana. Því er um að gera að hefja nýja árið með því að skrá sig inn og drífa sig út.   Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á fi@fi.is eða hringja í síma 568-2533.

Ódýrar ferðir innanlands

Ferðaáætlun FÍ kemur út 25. janúar nk. Í áætluninni verður að finna fjölbreytt úrval gönguferða um landið.  Fjölmargar nýungar er að finna í áætluninni en áhersla Ferðafélagsins er að bjóða upp á ódýrar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nú ekki síst fjölskyldufólk.  Í áætluninni er að finna ferðir um allt land, bæði ný og ókönnuð svæði sem og sígidlar ferðir um sívinsæl svæði. Má þar nefna ferðir um Laugaveginn, Fimmvörðuháls, í Þórsmörk, á Hvannadalshnúk, um Hornstrandir, í Héðinsfjörð og Fjöður, um Víknaslóðir svo fátt eitt sé nefnt.  Þá verða morgungöngurnar á sínum stað í maí og nú verður boðið upp á sérstaka barnavagnaviku í apríl.