Fréttir

Myndakvöld 20. febrúar – Náttúruperlur V-Skaftafellssýslu

Myndakvöld FÍ verður miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6. Gísli Már Gíslason, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Vigfús Gunnar Gíslason sýna myndir úr 4 daga göngu FÍ í júlí síðastlinum um náttúruperlur í Vestur-Skaftafellssýslu. Gengið var meðfram Hólmsá, frá Hrífunesi í Skaftártungu um Álftaversafrétt og Skaftártunguheiðar, með Hómsárlónum í Strútslaug sunnan Torfajökuls. Aðgangseyrir 500 kr. Kaffi og kleinur í hléi.

Skrifstofa lokuð í dag 6. febrúar

Skrifstofa FÍ lokuð í dag miðvikudaginn 6. febrúar vegna starfsdags.

Fjall mánaðarins í febrúar er Ingólfsfjall 551 m

Önnur ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. febrúar.

Góð þátttaka í 52 fjöllum

Fjallgönguverkefnið 52 fjöll eða Eitt fjall á viku er nú komið í fullan gang. Þátttaka er að vanda mjög góð og hafa tæplega 100 manns skráð sig til þátttöku á árinu 2013. Hópurinn hefur nú þegar lagt fjögur fjöll að velli -eða að fótum sér og umsjónarmaður verkefnisins, Páll Ásgeir Ásgeirsson segir að hópurinn sé frískur, skemmtilegur og óðfús að takast á við þá skuldbindingu sem felst í verkefninu.Fram að þessu hefur veður verið fremur hagstætt í fjallgöngum hópsins en ef fer að vonum mun hópurinn fá æfingu í að takast á við öll tilbrigði veðurs sem íslensk náttúra getur boðið upp á.Þar sem skráningu er lokið munu leiðbeiningar um næstu göngur ekki birtast hér á síðunni heldur verða sendar hópnum í tölvupósti.

Eitt fjall á mánuði - breyting vegna veðurs - laugardagur 26. janúar

Vegna veðurs og ófærðar í Blafjöllum verður ekki gengiið á Stóra Kóngsfell í dag en í staðinn verður gengið á Úlfarsfell. Mæting er í Mörkinni 6 kl. 10.30 eða við upphafsstað göngu við skógræktina við Vesturlandsveg neðan við Úlfarsfell, þar sem gangan hefst kl. 11.

Vonskuveður seinnipartinn og í kvöld

Þeir sem ætla til fjalla í dag ættu að hafa í huga að veður mun versna seinnipartinn og með kvöldinu. Veður fer ört vaxandi í dag á landinu í dag, einkum síðdegis og í kvöld þegar austan og norðaustan hvassviðri eða stormur mun ganga yfir mest allt landið. Hvessa mun fyrst við suðurströndina og fyrir hádegi má búast við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum. Í kvöld hvessir svo enn frekar Suðaustanlands og fer þá að rigna. Suðaustan stormur, 18-25 m/s verður þar í kvöld og nótt og mjög hvassar vindhviður undir Vatnajökli. Á Suðvesturlandi hefur snjóað talsvert og bendir Vegagerðin á að skyggni og færð geti því spillst fljótt þegar fer að hvessa síðdegis. Ísingarhætta er til staðar, einkum á sunnanverðu landinu þar sem léttir til í kvöld og nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg norðlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma fram eftir morgni en vaxandi austanátt í dag, 8-15 m/s síðdegis og upp undir 20 m/s í kvöld. Í nótt hvessir heldur og verður vindhraði 15-23 m/s undir morgun. Síðdegis á sunnudag fer að lægja. Skýjað verður með köflum og hiti um frostmark. Um landið norðanvert má gera ráð fyrir snjókomu eða éljum og skafrenningi með slæmu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Austfjörðum er slydda eða rigning á láglendi en snjókoma til fjalla síðdegis.

Tilboðskvöld í Fjallakofanum fyrir FÍ félaga fimmtudaginn 24. jan

FORSALA FJALLAKOFANS FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 24. janúar kl. 19 – 21  FYRIR FÉLAGA FÍ :  Þar sem   vetrarútsala FJALLAKOFANS er að hefjast  föstudaginn 25. janúar, þá viljum við  bjóða félögum í  Ferðafélagi Íslands  til sérstakrar  forsölu fimmtudagskvöldið 24. janúar,  kl. 19 – 21 í verslunum FJALLAKOFANS að Laugavegi 11 og Kringlunni 7, þar sem í boði verða vörur með 20 – 60% afslætti.

Fjall mánaðarins í janúar - breyting vegna veðurs 26. janúar - gengið á Úlfarsfell

Vegna veðurs og ófærðar í Blafjöllum verður ekki gengiið á Stóra Kóngsfell í dag en í staðinn verður gengið á Úlfarsfell. Mæting er í Mörkinni 6 kl. 10.30 eða við upphafsstað göngu við skógræktina við Vesturlandsveg neðan við Úlfarsfell, þar sem gangan hefst kl. 11.00 með kveðju, Fararstjórar, Örvar og Ævar     Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. janúar.

52 fjöll -skráningu að ljúka

Skráðir þátttakendur í 52 fjalla verkefni Ferðafélags Íslands 2013 hafa fengið tölvupóst með leiðbeiningum vegna göngunnar á næsta laugardag. Þeir sem ekki hafa fengið póst ættu að hafa samband við skrifstofuna í síma 569-2533 eða senda skeyti á fi@fi.is.Það sama ættu þeir að gera sem hyggjast skrá sig en hafa ekki enn látið verða af því.

Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ

Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir  að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.