Fréttir

Ferðafélag Íslands 85 ára í dag

Ferðafélag Íslands 85 ára í dag Ferðafélag Íslands var stofnað 27. nóvember 1927. Félagið er áhugamannafélag og tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum um Ísland og greiða fyrir þeim. Allir eru velkomnir í félagið og félagsmenn njóta umtalsverðra fríðinda í formi veglegrar árbókar ár hvert og verulegs afsláttar af gistingu í skálum  og fargjaldi í ferðum félagsins og deilda þess. Þar að auki veita fjölmörg fyrirtæki félagsmönnum afslátt af þjónustu sinni.  . Í Ferðafélagi Íslands eru um átta þúsund félagsmenn. Auk ferða af ýmsum toga er margvíslegt félagslíf innan félagsins. Yfir vetrarmánuðina er efnt til myndakvölda, kvöldvaka, spilakvölda, þorrablóta og margs fleira. Allir slíkir viðburðir eru kynntir með góðum fyrirvara hér á heimasíðu félagsins.  

Vetrargleði í Þórsmörk

Venus og Júpíter voru með í för Ferðafélags barnanna inn í Þórsmörk um liðna helgi ásamt fyrsta vetrarsnjónum, góða skapinu, dásamlegu veðri og endalausri gleði.

Næsta myndakvöld FÍ fimmtudaginn 29. nóvember

Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Þá verða sýndar myndir úr ferðum 52 fjalla hóps FÍ sem og fyrsta kynning á 52 fjalla verkefni næsta árs. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fjallgönguleiðir við Glerárdal

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýtt fræðusrit sem er hið sextánda i ritröð gönguleiðarita. Gönguritið er að þessu sinni um gönguleiðir við Glerárdal. Höfundur er Haraldur Sigurðsson. Ritið er fáanlegt á skrifstofu Ferðafélags Íslands.  

Aðalfundur Vina Þórsmerkur

Aðalfundur Vina Þórsmerkur haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni miðvikudag 28. nóvember kl. 20:00.Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess að fjallað verður um útbreiðslu birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu, lúpínu á Þórsmerkursvæðinu, göngubrú yfir Markarfljót og stígaviðhald, auk skipulagsmála.Stjórnin

Fjall mánaðarins í nóvember er Ármannsfell 17. nóvember

Ellefta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 17. nóvember.

Hengill 27. október.

Lagt var íann í ausandi rigningu og þokan beið fagnandi í Sleggjubeinsskarðinu.

GPS staðsetningartæki og rötun

Námskeið á GPS staðsetningartæki og í rötun 13. - 17. nóvember.   Á námskeiðinu er kennd notkun á staðsetningartækjum. Þátttakendur æfa sig í að finna punkta, setja inn í tækin og merkja út á korti. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfin og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum. Námsgöng: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Tími: 13. nóvember þriðjudagur 19:30 - 22:30 15. nóvember fimmtudagur 19:30 - 22:30 17. nóvember laugardagur Útiæfing sem tekur um 2 tíma Alls 8 klukkustundir / 12 kennslustundir. Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku. Námskeiðsgjald: 21.900 kr.Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Félagar í Útivist, Ferðafélagi Íslands og Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS) fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi. Staðsetning: stofa 206 á 2. hæð Tækniskólans við Háteigsveg (áður Sjómannaskólinn).  

Sportís veitir félögum FÍ tilboð á gönguskóm

Sportís hefur opnað nýja verslun í Mörkinni 6 í sama húsnæði og Ferðafélag Íslands Í tilefni af því ætla þeir að bjóða félögum FÍ góða gönguskó á frábæru verði kr. 17.990 í stað kr.  23.990. Þessir skór hafa allt það sem góðir gönguskór þurfa að hafa! Eru meðal annars vatnheldnir með góðan vibram sólar og öndun. Þeir bjóða alla félagsmenn FÍ velkomna og taka vel á móti ykkur. Framvísa þarf félagsskírteini        

Fjall mánaðarins í október er Hengill – Skeggi 805 m

Tíunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. október.