Fréttir

Fjall mánaðarins í september er Vestursúla í Botnsúlum.

Níunda  ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 29. september.

Esjan Endilöng 30. september

Fararstjórar Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir30. september, sunnudagur Brottför kl 8.00 frá Mörkinni 6. Göngutími ca 9 klst. Ekið upp að Skarðsá undir Móskarðshnjúkum. Gengið er upp á hnjúkana, fyrist á þann hæsta og síðan haldið eftri þeim til vesturs um Laufskörð og yfir hina eiginlegu Esju. Síðan er haldið eftir brúnum Esjunnar með viðkomu á Hátindi og Hábungu og loks haldið niður Kerhólakamb og göngunni lýkur við Esjuberg. Þangað sækir rúta hópinn.Verð: 6.000 / 8.000 - Innifalið: Rúta og fararstjórn.

Köldulaugargil, Hagavíkurlaugar og Stangarháls

Ferðafélag Íslands og Landvernd bjóða upp á áhugaverða ferð í Köldulaugagil, Hagavíkurlaugar og Stangarháls laugardaginn 29. september.

Haustferð Hornstrandafara 22. september 2012

Haustferð Hornstrandafara  22. september 2012Að þessu sinni varð Selvogsgata fyrir valinu. Þægileg og hæfilega löng leið. Áætlaður göngutími u.þ.b. 5 klst.Brottför frá F.Í., Mörkinni 6, kl. 09:30.Ekið að upphafsstað göngunnar við Grindaskörð..Að göngu lokinni verður ekið með hópinn að Hótel Örk í Hveragerði þar sem bíða sundlaug og heitir pottar, veislumatur og skemmtileg kvöldstund.Sundföt og önnur föt má geyma í rútunni.Verð kr. 6000.–, innheimt í rútunni, enginn posi, best að reiða fram nákvæmlega þessa upphæð.Dragið nú fram allt skemmtilegt sem þið eigið í fórum ykkar og leyfið okkur hinum að njóta.   Guðmundur Hallvarðsson spilar undir fjöldasöng. Munið að skrá ykkur fyrir 18. september hjá einhverjum neðantalinna:Eiríkur 849-9895, eiriktho@hi.isEygló 895-4645, eyglo@yggdrasill.isMaggi 895-6833, maggikonn@hive.isSkrifstofa F.Í. 5682533, fi@fi.is Gísli Már gmg@ormstunga.is eða með því að svara þessum pósti með „Reply“ Holl lesning til undirbúnings er: Ólafur Þorvaldsson. Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir. Ferðafélag Íslands. Reykjavík 1999. (Sjöundi titill í ritröðinni Fræðslurit Ferðafélags Íslands). (Fæst á skrifstofu F.Í.)

Snjókoma í Hrafntinnuskeri

Leiðindaveður hefur verið undanfarna daga að Fjallabaki og í nótt snjóaði í Hrafntinnuskeri þannig að illfært var  fyrir trússbíla að þjónusta ferðahópa. Ferðafélag Íslands lokar skálum sínum á Laugaveginum eftir næstu helgi.

Dagur íslenskrar náttúru - ratleikur í Heiðmörk

Ferðafélag Íslands bendir á ratleik í Heiðmörk sem félagið hefur nýverið sett upp sem tilvalinn leik til að taka þátt í degi íslenskrar náttúru sem Umhverfisráðuneytið stendur fyrir nk. sunnudag.  Allar nánari upplýsingar um ratleikinn má finna hér á heimasíðunni.....

Okkur finnst rigningin góð!

Það rigndi fyrst smá, svo meira og að lokum eins og hellt væri úr fötu þegar Ferðafélag barnanna gekk um Heimaey fyrir skömmu. Vaskur krakkahópur lét það ekkert á sig fá heldur þrammaði um Eyjuna og skoðaði alls konar spennandi hluti. Fýlusvipurinn var aðeins settur upp fyrir myndavélina!

Gengið var á Hlöðufell 25. ágúst

Gott veður og frábært skyggni.

Skálar FÍ loka uppúr miðjum september

Skálar Ferðafélags Íslands loka upp úr miðjum september, m.a. alli skálar félagsins að Fjallabaki.  Skálar í Þórsmörk og í Landmannalaugum verða þó opnir fram í októrber.  Vonskuveður getur skollið á með rigningu og roki með stuttum fyrirvara og því rétt að árétta að ferðamenn séu vel búnir.

Veður tekið að versna á hálendinu

Ferðafélag Íslands bendir ferðamönnum á  á breyttar veðurhorfur á hálendinu nú með haustinu. . Kólnað hefrur og má reikna með mikilli úrkomu og jafnvel snjókomu á næstu dögum. Fólk er því beðið að búa sig vel í haustveðrinu og gæta fyllstu varúðar áður en lagt er í lengri gönguferðir. Ökumenn gæti sérstakrar varúðar þegar þvera þarf ár þar sem þær eru margar hverjar afar vatnsmiklar vegna mikilla rigninga.