Fréttir

Jarðhitasvæðin við vesturjaðar Reykjanesfólkvangs

Ferðafélag Íslands og Landvernd standa fyrir ferð um jarðhitasvæðin við vesturjaðar Reykjanesfólkvangs nk. laugardag.  Frá Reykjanesbraut verður ekið um Afstapahraun að Höskuldarvöllum og Trölladyngju. Gengið verður upp á hæðina sem eftir stendur af Eldborg við Trölladyngju og horft yfir jarðhitasvæðið en gígurinn er hornpunktur í Reykjanesfólkvangi.

Björgun Reykjanesfólkvangi - fréttatilkynning frá Landvernd

Björgum Reykjanesfólkvangi: Opinn fundur og pallborð með stjórnmálamönnum 30. maí kl. 20-22 Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna þar sem fundargestum gefst færi á að spyrja þingmenn spurninga. Fundurinn fer fram í Tjarnarbíói miðvikudagskvöldið 30. maí, kl. 20-22. Örlög Reykjanesfólkvangs hvíla nú á herðum 63 þingmanna. Samkvæmt tillögu iðnaðar- og umhverfisráðherra verður leyft að ráðast í sjö af fimmtán virkjunarhugmyndum á Suðvesturlandi, og aðrar fimm hugmyndir bíða á hliðarlínunni (biðflokkur). Verði tillaga ráðherranna samþykkt gæti Suðvesturland orðið nær samfellt orkuvinnslusvæði frá Reykjanesi að Nesjavöllum við Þingvallavatn, með fjölda orkuvera, vegum og slóðum, borholum, lögnum og háspennulínum. Reykjanesfólkvangur er eitt vinsælasta útivistarsvæði í nágrenni stærsta þéttbýlis landsins og býður upp á einstaka möguleika fyrir náttúrutengda ferðamennsku og upplifun fólks af lítt snortinni náttúru. Samtök um náttúruvernd á Íslandi hafa mótmælt því harðlega hve margar virkjunarhugmyndir lenda í orkunýtingarflokki á Suðvesturlandi og hafa lagt sérstaka áherslu á verndun Reykjanesfólkvangs með stofnun eldfjallaþjóðgarðs. Allir eru velkomnir. DAGSKRÁ: Reykjanesfólkvangur: Jarðminjar og orkuvinnslaSigmundur Einarsson, jarðfræðingur Reykjanesskaginn – ruslatunna rammaáætlunar? Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, leiðsögumaður og stjórnarmaður í NSVE Eldfjallagarður á Reykjanesskaga: Náttúruvernd sem auðlindÁsta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar   Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Guðbrandsson (863 1177).

Örgöngur 30. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Fimmta  og síðasta gangan um nágrenni Grafarholts á þessu vori verður miðvikudag 30. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19.  Leið: Gengið á stíg sem liggur samhliða Kristnibraut og undir Vesturlandsveg hjá Grafarholtsbænum.  Eftir stutta viðdvöl hjá Grásteini er Grafarlæknum fylgt og sveigt inn á gömlu heimreiðina að Keldum.  Gengið um Keldnahlaðið og norður á stíg sem liggur upp á Keldnaholtið. Staðnæmst verður við Keldnakot en svo haldið þaðan inn á stíg er liggur að Vesturlandsvegi. Ráðlegt er að vera í  góðum skóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðir eru 1 ½ - 2 klukkustundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Til þátttakenda í Hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk

Til þátttakenda í Hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk. Brottfarartími í gönguna verður kl. 3.30 aðfaranótt laugardags frá Sandfelli. Fararstjóri.

Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

 Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar haustið 1912 er þekktasta gönguferð íslenskra bókmennta. Þórbergur hélt dagbók á leiðinni, lýsti veðri, skráði hvenær hann lagði af stað og kom á bæi, tíundaði hvar hann fékk kaffi, hvar hann gisti og hvað það kostaði.

Dirrindí og blautar tær

Lóur, kríur, álftir, margæsir og æðarfuglar voru meðal þeirra fugla sem 120 manna hópur barna og foreldra skoðaði í fuglaskoðunarferð Ferðafélags barnanna á Uppstigningardag.

Dirrindí og blautar tær

Lóur, kríur, álftir, margæsir og æðarfuglar voru meðal þeirra fugla sem 120 manna hópur barna og foreldra skoðaði í fuglaskoðunarferð Ferðafélags barnanna á Uppstigningardag.

Fjall mánaðarins í mai eru Kálfstindar 824m

Fimmta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. mai. Kálfstindar eru hluti af langri fjallaröð sem teygir sig frá Lyngdalsheiði og til norð-austurs inn á hálendið ofan Laugarvatns. Þetta eru móbergsfjöll. Sum eru ávöl og slétt að ofan meðan önnur skarta hvössum tindum og skörpum hryggjum. Sjá nánar >>

Gengið var á Kerhólakamb Esju

Í þokusudda og hávaðaroki laugardaginn 28. apríl hélt stór hópur á Kerhólakamb Esju. Skyggni var 50 m. og hvasst þegar komið var uppá fjallið.

FÍ - HÍ og Ferðafélag barnanna með gönguferð nk. laugardag við Vífilsstaðavatn

Ferðafélag Íslands, Háskóli Íslands og Ferðafélag barnanna sameinast í gönguferð umhverfis Vífilstaðavatn nk. laugardag kl. 14.  Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands og Sigurður Snorrason prófessor við Líf - og umhverfisdeild HÍ leiða gönguferð við Vífilsstaðavatn....