Fréttir

Tvö ný fræðslurit á leið í prentsmiðju

Ferðafélag Íslands er umfangsmikill útgefandi á sviði náttúrulýsinga, leiðarlýsinga og ýmis konar fróðleiks er tengist útiveru og ferðamennsku.  Nú eru tvö smárit á leið í prentsmiðju og koma út innan skamms.  Annars vegar rit um gönguleiðir í Glerárdal og hins vegar rit um Fjalla Eyvind.  Þá er unnið að lokafrágangi að árbók félagsins sem í ár fjallar um Skagafjörð og er væntaleg með vorinu.

Nýtt göngukort hjá FÍ

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Ísland og Útivist. Um er að ræða endurútgáfu af göngukorti sem fyrst kom út 2007 en hefur nú verið endurnýjað og uppfært.  Veg og vanda að göngukortinu höfðu þeir Leifur Þorsteinsson fyrir hönd FÍ og Óli Þór Hilmarsson fyrir hönd Útivistar.

Verndun Þjórsárvera

Fjörutíu ár eru nú liðin síðan barátta heimamanna í Gnúpverjahreppi fyrir verndun Þjórsárvera hófst. Þann 17. mars 1972 boðaði landgræðslunefnd Ungmennafélags Gnúpverja til almenns sveitarfundar um Þjórsárver og þá ógn sem steðjaði að þeim vegna hugmynda um risastórt miðlunarlón sem hefði sökkt verunum. Í tilefni þessa boða Vinir Þjórsárvera, Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, Landvernd, og Náttúruverndarsamtök Íslands til fundar í félagsheimilinu Árnesi til að minnast þessa merka fundar. Skyggnst verður inn í tíðaranda á fyrri hluta áttunda áratugarins í Gnúpverjahreppi, litið yfir farinn veg og horft til framtíðar.

Aðalfundur

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörfStjórnin.

Skyndihjálparnámskeið FÍ 2012

Óhöpp í óbyggðum – Fjallbræður  FÍ hélt skyndihjálparnámskeið fyrir fararstjóra og göngufólk nú í febrúar og mars

Gönguskíðakynning hjá FÍ á fimmtudag

Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands standa fyrir kynningu  á skíðagönguíþróttinni í sal Ferðafélags Íslands fimmtudaginn 8. mars kl. 20  Meðal annars verða hinar ýmsu gerðir af skíðum kynntar, t.d. ferðaskíði, brautarskíði og fjallaskíði sem og ýmis annar skíðabúnaður, t.d. púlkur, klæðnaður ofl. Svarað verður spurningum um hvað þarf að hafa í huga við kaup á skíðum og fleira eftir því sem gestir kunna að óska.  Farið verður yfir skíðáburð og tækni við að bera á skíði, einnig sagt frá skíðagöngumótum á Íslandi.  Þá mæta fulltrúar frá Útivistarversluninni Everest og kynna skíðabúnað og tilboð á völdum skíðavörum.  Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands

Skrifstofa lokuð í dag 7. mars

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag 7. mars vegna vegna uppfærslu á tölvukerfi félagsins. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Starfsfólk FÍ

Utangátta uppí Mosfellssveit

Eitt fjall á mánuði í febrúar var Grímannsfell í Mosfellsdal. Fellið er hæsta fjallið í Mosfellsku Ölpunum og teygir sig heila 482m upp í himininn. Þegar gangan hófst um kl: 10.00 á Helgadalsvegi vestan undir fjallinu  var skýjað. Taldi söfnuðurinn 138 einstaklinga og nokkra hunda í þokkabót.

Vinir Þórsmerkur - aðalfundur

 Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6,miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess að ný göngukort um Þórsmerkursvæðið verða kynnt ásamt kynningu á starfi félagsins við viðhald gönguleiða.Allt áhugafólk um velferð Þórsmerkursvæðisins er velkomið og eru nýjir félagar velkomnir. Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem hafa starfsemi í Þórsmörk; Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings Eystra og Skógrækt ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagins var að stofna félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu sér í lagi í tengslum við náttúruvernd.

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar

Skrifstofa lokuð í dag 27. febrúar vegna námskeiðs starfsmanna.