Fréttir

Örgöngur 23. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Fjórða gangan um nágrenni Grafarholts verður miðvikudag 23. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl 19.  Leið: Gengið verður um stíginn sem liggur að Hádegismóum – þaðan haldið upp á Hádegisholtið – þaðan um Lyngdalsklaufina í Skálina ( Paradísardal). Úr Skálinni er gengið að hitaveiturörinu, sem liggur að tönkunum á Grafarholtinu. Þetta er ekki hraðganga. Ætlaðar eru 1 ½ - 2 stundir til ferðarinnar.  Verið á góðum skóm.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs.

Samstarf innsiglað á hæsta tindi Íslands

  Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, völdu óvenjulega leið til að undirrita nýjan samstarfssamning Ferðafélagsins og Valitor síðastliðna helgi. Þeir gerðu sér lítið fyrir og skruppu upp á  Hvannadalshnjúk  ásamt fríðu föruneyti þar sem gjörningurinn var framinn. Takmarkinu var náð eftir um 10 klst.  göngu og fór undirskriftin fram um hádegisbil á föstudeginum í roki og kulda en björtu skyggni og fögru útsýni. Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor: „Val okkar á hæsta tindi Íslands til undirritunar var ekki einungis til þess að takast á við skemmtilega og holla áskorun. Valið er líka táknrænt fyrir áherslu beggja félaganna á ná sem bestum árangri í öllu okkar samstarfi. Það er ánægjulegt að geta stutt við starf Ferðafélagsins og gaman að sjá hvernig Íslendingum sem ferðast innanlands fer sífellt fjölgandi.  Áhugi á útiveru og náttúru landsins hefur aukist mjög samhliða almennri vakningu um mikilvægi heilbrigðra lífshátta. Þessi áhugi hefur meðal annars náð inn í starfsmannahóp Valitor og við höfum átt gott samstarf við FÍ á þeim vettvangi.“ Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ:  „Það er mikilvægt fyrir félagið að njóta stuðnings öflugra aðila á borð við Valitor.  Það hjálpar okkur meðal annars bjóða upp á ókeypis ferðir og þar með hvetja fólk til gönguferða og útivistar. Svo mikil þátttaka er orðin í okkar starfi að við getum stolt talað um það sem lýðheilsustarf á meðal landsmanna. Það var mjög skemmtilegt að svo fjölmennur hópur frá Valitor tæki þátt og sýndi hvað í honum býr. Ganga sem þessi krefst góðs úthalds, hækkunin er rúmlega 2.000 metrar sem reynir á þolrifin og ágætis áskorun þegar gengið er á tindinn og niður aftur nánast í einni lotu.“ Valitor hefur verið aðalsamstarfsaðili Ferðafélags Íslands undanfarin fimm ár og hefur m.a.  styrkt félagið til uppbyggingar á gönguleiðum, til skiltagerðar og bættrar aðstöðu á hálendi Íslands.  Þá hafa Valitor og FÍ unnið saman að gönguferðum og útiveru starfsmanna Valitor.  Í undirskriftarleiðangrinum var 42 manna hópur frá Valitor, starfsmenn og makar, sem höfðu tekið þátt í æfingarferðum FÍ undanfarna mánuði með það fyrir augum að búa sig undir gönguna á Hvannadalshnúk.  Ferðin gekk mjög vel enda farin undir traustri leiðsögn þaulkunnugra farastjóra FÍ. Nánari upplýsingar veita Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands í síma 568-2533 og Kristján Þór Harðarson, sviðsstjóri  Markaðs-og þróunarsviðs Valitor í síma 525-2000.

Örgöngur 16. maí

Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir tæplega 500.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum skóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Þriðja gangan er miðvikudaginn 16. maí.  Leið: Gengið um stíginn sem liggur samhliða rörunum frá Nesjavöllum. Þaðan er haldið um stíg sem liggur um Selbrekkur að Rauðavatni – þaðan vestur með vatninu og upp Lyngdalinn – þaðan í Skálina og niður á göngustíg sem liggur um golfvöllinn.

Ferðafélag barnanna - fuglaskoðunarferð 17. maí

Fuglaskoðun og fjöruferð. Álftanes 17. maí. Kl. 16:00-18:00 Á Uppstigningardag fara allir út á Álftanes að skoða fugla, telja fugla, teikna fugla og semja ljóð um fugla. Fuglafræðingur fræðir þátttakendur um fugla og fjörulíf. Gott er að taka með eitthvað til að nasla í og jafnvel fötu, skóflu og stækkunargler. Mæting: Hist á einkabílum á bílastæðinu við Bessastaðakirkju á Álftanesi kl. 16:00. Ferðin tekur um 2 klst. Óþarfi að skrá sig hjá FÍ. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Er hægt að auka útiveru Íslendinga

Næstkomandi miðvikudag, 16. maí 2012, stendur Embætti landlæknis ásamt Umhverfisstofnun að málþingi undir yfirskriftinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga? Málþingið fer fram á Grand Hótel í Háteigi A, kl. 9:00 – 16:00. Því er ætlað að skapa umræðuvettvang fyrir fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfisins, á sviði sveitarstjórna, umhverfis- og skipulagsmála og í útivistargeiranum. Aðalfyrirlesari málþingsins, dr. William Bird, heimilislæknir í Oxfordshire á Bretlandi, er þekktur fyrir öflugt heilsueflingarstarf sitt sem að stærstum hluta hefur miðað að aukinni hreyfingu og útiveru almennings í náttúrulegu umhverfi. Hann hefur m.a. haft forgöngu um ráðgjafarvinnu fyrir Natural England, samtök sem eru að þróa nokkurs konar náttúrulega heilbrigðisþjónustu sem nýtir hið náttúrulega umhverfi sem uppsprettu að betri heilsu. Það er mikið gleðiefni að fá þennan reynda fyrirlesara og eldhuga á þessu við hingað til lands til að miðla af þekkingu sinni. Auk dr. Bird munu innlendir fyrirlesarar fjalla um hreyfingu, útiveru, skipulag og nýtingu svæða séð frá mismunandi sjónarhorni ofannefndra geira. Eftir hádegi verður haldin vinnustofa með dr. Bird, sem væntanlega mun opna augu þátttakenda fyrir því hvernig megi auka útiveru almennings og bæta nýtingu svæða til almennrar heilsueflingar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta á Grand Hótel 16. maí.  Aðgangur er öllum opinn, en skráning á málþingið fer fram hjá kristjanthor@landlaeknir.is. Skráningu lýkur 14

Hæsta greiðsla á Íslandi

Valitor er aðalsamstarfsaðili Ferðafélags Íslands og hefur undanfarin ár styrkt félagið til uppbyggingar á gönguleiðum, skilagerðar og bættrar aðstöðu á hálendi Íslands.  Þá hafa Valitor og FÍ unnið saman að gönguferðum og útiveru starfsmanna Valitor.  

Bjarni Guðleifsson og áratugirnir sjö

Bjarni E. Guðleifsson og áratugirnir sjö   Þótt ótrúlegt megi virðast verður Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur og fjallgöngugarpur á Möðruvöllum, sjötugur  þann 21.  júní næstkomandi.  Hann hefur lengst af unnið sem sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins (RALA), en síðustu árin hefur hann gegnt stöðu prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands með búsetu á Möðruvöllum.  Þá hefur hann skrifað fjölmargar greinar um náttúruvísindi og önnur hugðarefni í blöð og tímarit og ennfremur staðið að nokkrum bókum um þau efni.  Einnig hefur Bjarni, sem er mikill áhugamaður um fjallgöngur og hollt og heilbrigt líferni, skrifað tvær fjallgöngubækur, Á fjallatindum og Svarfaðardalsfjöll, sem báðar hlutu góðar viðtökur en eru nú uppseldar. Vegna fyrrgreindra tímamóta í lífi Bjarna ákvað Bókaútgáfan Hólar að gefa út afmælisrit honum til heiðurs og mun það nefnast Úr hugarheimi – í gamni og alvöru.  Mun bókin, sem verður í kilju, innihalda 30 pistla eftir afmælisbarnið sem eru bæði fræðandi og skemmtilegir, eins og við má búast. Í bókinni verður heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og þar verða skráð nöfn þeirra einstaklinga, fyrirtækja, félaga og stofnana sem vilja senda Bjarna E. Guðleifssyni afmæliskveðju og jafnframt gerast áskrifendur að bókinni, en hún mun kosta kr. 4.380 m/sendingargjaldi og er áskriftarverðið innheimt fyrirfram. Hægt er að gerast áskrifandi að bókinni og skrá sig á heillaóskaskrána í síma 587-2619 og í netfangi holar@holabok.is Afmælisbarnið mun, eins og síðastliðin 20 ár, ganga á Staðarhnjúk (820 m) ofan við Möðruvelli að kvöldi afmælisdagsins, fimmtudagsins 21. júní. Hefst gangan við Möðruvelli 3 klukkan 20,00 og eru allir velkomnir. Að kvöldi föstudagsins tekur hann svo á móti gestum (en engum gjöfum) í Félagsheimilinu Hlíðarbæ kl. 20,00 og þangað eru auðvitað allir velkomnir.

Sungið á Öræfajökli

Fararstjórar Ferðafélags Íslands í ferð á Hvannadalshnúk um síðustu helgi brugðu á leik í 1100 metra hæð á leiðinni upp. 12 fararstjórar gripu til söngs undir forystu Róberts Marshall sem lék á ukulele. Myndband af gjörningnum hefur nú komist í umferð og er hægt að skoða og hlusta hér.

Barnavagnagöngur 7. - 11. maí - Fyrsta ganga frá Árbæjarlaug kl. 12.15

Fyrsta gangan í barnavagnaviku FÍ 7. - 11. maí er frá Árbæjarlaug kl. 12.15 mánudaginn 7. maí. Gönguferðir fyrir mömmur og pabba með barnavagna eða kerrur. Gönguferðir í 60 - 90 mínútur í Elliðaárdal, Fossvogi, Heiðmörk, út á Gróttu með barnavagna og kerrur.  Lagt af stað kl. 12.30 alla daga. Hressileg ganga með léttum æfingum, teygjum og slökun. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Örgöngur - 9. maí

Örgöngur Ferðafélags Íslands Á hverjum miðvikudegi í maí, er farið í gönguferðir um Grafarholt og nágrenni þess.  Þátttakendur safnast saman við hitaveitugeymana og þaðan er gengið í 1 ½ - 2 tíma um nærliggjandi holt og heiðar.  Ferðalok eru við geymana.  Ganga hefst  kl 19.  Ferðir sem þessar hafa verið farnar í maí undanfarin 3 ár og eru þátttakendur orðnir samtals um 400.  Þótt aðallega sé gengið á stígum, liggur leið að nokkru um móa og  því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta eru ekki hraðgöngur.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Klæðið ykkur í samræmi við veðurútlit. Göngustjórar eru Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson Önnur gangan er miðvikudaginn 9. maí.  Leið: Gengið um stíginn sem liggur að Reynisvatni og norðan þess.  Þá er farið undir Reynisvatnsveginn og inn á stíg ofan nýja hverfisins sem er kennt við Haukadalsmenn. Stígurinn liggur austan í Reynisvatnsásnum og upp á hann – þaðan niður Klofabrekkur að Reynisvatni og gengið til baka um suðurbakka vatnsins og inn á malbikaðan stíg er liggur að vatnsgeymunum.