Fréttir

Borgarganga Hornstrandafara FÍ

Borgarganga Hornstrandafara FÍ verður að þessu sinni í Garðahverfi og Hafnarfirði, á svipuðum slóðum og í fyrra. Genginn verður hringur frá samkomuhúsinu á Garðaholti áleiðis til Hafnarfjarðar og aðra leið aftur til baka. Staðnæmst verður við hús Bjarna riddara, elsta hús í Hafnarfirði, og þaðan gengið til baka um Kirkjuveg, Garðaveg og Kirkjustíg aftur að  Garðaholti.

Helgafellið gengið í blautu færi

Gengið var á Helgafell í skýjuðu veðri. Mikið hafði ringt og færið fremur blautt.  Óðum við krapatjarnirnar upp á leggi.  Lítill snjór var í fjallinu og engin hálka né klaki á leiðinni. Allt gekk vel og náðum við tindinum eftir þægilega göngu. Uppi var allhvasst og lítil útsýn en fólk lét það ekki hafa af sér kaffipásuna

Myndakvöld á miðvikudag 1. febrúar- Sýnishorn af sumri

Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudagskvöld 1. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00. Myndakvöldið ber yfirskriftina: Sýnishorn af sumri. Þar verða sýndar myndir úr ferðum á vegum félagsins síðastliðið sumar en jafnframt skyggnst fram til næsta sumars og litið í áætlun Ferðafélagsins sem er nýkomin út. Umsjónarmenn myndakvöldsins eru: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir fararstjórar. Fleiri fararstjórar úr röðum félagsins verða á staðnum og svara fyrirspurnum um ferðir næsta sumars.Aðgangseyrir er kr. 500 og kaffi og kleinur til veitinga í hléi.    

Eitt fjall á mánuði 2012 - Helgarfell ofan Hafnarfjarðar

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28. janúar.   Gengið verður á Helgafell ofan við Hafnarfjörð sem er 338 m. hátt fjall sem rís tignarlega upp á hraununum ofan Kaldársels sem liggur ofan við Hafnarfjörð. Þótt  fellið sé ekki hátt er það áberandi á svæðinu bæði vegna þess að það stendur eitt og sér en einnig er það mjög formfagurt  með skálum giljum og fallegum móbergsmyndunum.

Gönguleiðir og áningastaðir í A- Skaftafellssýslu

Boðað er til kynningarfundar um gönguleiðir og áningarstaði í A- Skaftafellsýsluog samspil þess við önnur verkefni.  Fundurinn verður haldinn í Hrollaugsstöðum, þriðjudaginn 24. janúar 2012, kl. 20.00.  Á meðal frummælenda á fundinum er Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga

 Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn á Ströndinni í Víkurskála laugardaginn 21. janúar 2012 kl. 14:00Fundarefni:1. Venjuleg aðalfundarstör2. Önnur mál.   Stjórnin  

Gengið á góða spá- skíðaganga á sunnudaginn

Sunnudaginn 22. janúar n.k. efnir Ferðafélag Íslands til skíðagönguferðar í Marardal undir slagorðinu: Gengið á góða spá.  Gangan hefst við Hellisheiðarvirkjun og verður haldið norður með Húsmúla í Engidal og þaðan áleiðis í Marardal. Engidalur og Marardalur eru í hlíðum Hengilsins. Hér fyrir neðan er kort sem sýnir upphafsstað göngu og leiðina þangað.  

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands kemur út 24. janúar

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands kemur út 24. janúar nk og er þá dreift í pósti til allra félagsmanna sem og birtist á heimasíðu félagsins og fer í dreifingu með Morgunblaðinu.

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28. janúar.

Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Nú er verkefnið Eitt fjall á mánuði 2012 að fara af stað. Þegar hefur góður hópur skráð sig til þátttöku en enn er tekið við skráningum.