Borgarganga Hornstrandafara FÍ
07.02.2012
Borgarganga Hornstrandafara FÍ verður að þessu sinni í Garðahverfi og Hafnarfirði, á svipuðum slóðum og í fyrra. Genginn verður hringur frá samkomuhúsinu á Garðaholti áleiðis til Hafnarfjarðar og aðra leið aftur til baka. Staðnæmst verður við hús Bjarna riddara, elsta hús í Hafnarfirði, og þaðan gengið til baka um Kirkjuveg, Garðaveg og Kirkjustíg aftur að Garðaholti.