Þjóðsögur, draugasögur, hjátrú og vikivaki
05.09.2012
Kristín Einarsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Félags- og mannvísindadeild, leiðir hjólaferð, með aðstoð Þjóðbrókar, félags þjóðfræðinema, þar sem þjóðsögur, draugasögur, hjátrú sjómanna, vikivaki og óvæntar uppákomur verða á vegi okkar. Lagt verður af stað frá Sólfarinu við Sæbraut og hjólað meðfram sjónum að Gróttu, þaðan með Ægisíðunni að Nauthólsvík, um Fossvogsdalinn, síðan Laugardalinn og endað við Sólfarið. Þátttakendur mæti á hjóli og er gert ráð fyrir að ferðin taki um tvær klukkustundir. Lagt verður af stað frá Sólfarinu kl. 11.