Fréttir

Eitt fjall á viku 2013 -fundur í kvöld

Kynningarfundur fyrir Eitt fjall á viku 2013 verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands,  Mörkinni 6 kl. 20.00 í kvöld. Þar munu fararstjórar þessa geysivinsæla verkefnis kynna dagskrá nýs árs, fyrirkomulag verkefnisins og svara spurningum. Hægt verður að skrá sig til þátttöku á fundinum en einnig má hringja í skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533.Ekki missir sá sem fyrstur fær segir gamalt máltæki og nýársgjöfin frá þér til þín gæti vel verið þátttaka í því ævintýri sem 52 fjalla verkefnið er. Bætt heilsa og nýr lífsstíll fylgir með.Skoðið dagskrá nýja ársins hér.  

Fjall mánaðarins í mars er Akrafjall 643 m


Fjall mánaðarins í apríl er Grænadyngja 400 m


Fjall mánaðarins í júní er Smjörhnúkur Hítardal 902 m


Fjall mánaðarins í júlí er Skessuhorn 963 m


Fjall mánaðarins í ágúst er Skjaldbreiður 1066 m


Fjall mánaðarins í september er Esja Hátindur Móskarðahnúkar 909 m


Fjall mánaðarins í október er Ármannsfell 764 m


Fjall mánaðarins í nóvember er Vörðufell Skeiðum 392 m


Fjall mánaðarins í desember er Mosfell Mosfellsdal 285 m